fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Þórólfur flutti gleðitíðindi í Kastljósi – Líkur á því að hjarðónæmi geti náðst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 20:49

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að allt bendi til þess að hægt sé að ná hjarðónæmi með því að þorri þjóðarinnar verði sprautaður í þriðja sinn með bóluefni gegn Covid-19. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Af þeim sem hafa fengið örvunarskammt hérlendis, þ.e. þriðju sprautu, hafa aðeins tíu smitast, af 30 þúsund manna hópi. Af þeim milli 270 og 280 þúsund sem hafa fengið tvær sprautur hafa 4.500 smitast.

Hjarðónæmi er skilyrði fyrir því að hér sé hægt að leggja af sóttvarnatakmarkanir til langframa. Til að hjarðónæmi náist þarf annaðhvort meirihluti þjóðarinnar að smitast eða ónæmi að nást með bóluefnum, en það síðarnefnda hefur ekki tekist til þessa. Er tvöföld bólusetning talin veita um 50% vörn gegn Covid-smiti.

Þórólfur sagði:

„Mér finnst allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af. 

Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast. Við bindum vonir við að fólk muni mæta vegna þess að örvunarbólusetningin verndar ekki bara einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og alvarlegum veikindum heldur líka fyrir samfélagslegu smiti. Þannig ættum við að geta komist út úr Covid ef allt virkar eins og það kannski virðist núna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin