fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Kisan hennar Lovísu hefur verið týnd í 10 vikur – „Ég er virkilega örvæntingafull“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. október 2021 12:00

Fluffy býr í 108 Reykjavík en sést hefur til hennar á Selfossi. Myndir: Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kisan Fluffy hefur verið týnd í tæpar 10 vikur. Lovísa Sól, eigandi Fluffy, hafði samband við DV og óskaði eftir því að auglýst væri eftir kisunni. „Ég er virkilega örvæntingafull því að kisan mín er búin að vera týnd í meira en 9 vikur og ég er búin að gera allt sem mér dettur í hug til að koma gullinu mínu heim en ekkert virðist virka,“ segir Lovísa en Fluffy týndist þann 30. júlí síðastliðinn.

„Hún á heima í 108 Rvk en sést hefur til hennar á Selfossi, ég á enga ættingja eða leiðir á Selfoss. Ég er búin að hafa samband við allar stofnanir og embætti sem mér dettur í hug, er búin að fara og leita í marga klukkutíma á Selfossi án árangurs. Einnig er ég búin að setja upp auglýsingar út um allt bæði í Reykjavík og á Selfossi.“

Lovísa heitir fundarlaunum en henni líður eins og einhver hafi tekið kisuna hennar. „Ég hef það því miður á tilfinningunni að einhver hafi tekið hana ófrjálsri hendi. Ef þú veist af henni einhversstaðar, eða ert með hana heima hjá þér viltu vinsamlega skila henni eða láta lögreglu vita og það verða engir eftirmálar. Mig langar bara að fá gullið mitt heim,“ segir Lovísa.

„Hún sást seinast hérna heima í Búðagerði í hverfi 108. Hún er örmerkt mér hjá dýraauðkenni en er því miður ekki með merkispjald á sér, einnig er hún í KATTASKRÁIN – The CATalogue og er búið að skrá hana týnda í báðum gagnagrunnum.vSeinast þegar hún sást var hún með brúna flóa ól um hálsinn. Hún er mjög gæf og elskar athygli, kæmi mér ekki á óvart ef hún hefði elt einhvern sem gaf henni athygli. Hún er mjög smágerð (um 2 kg) þrátt fyrir 3 ára aldur, en mjög loðin. Hún er með eitt hvítt eyra, eitt svart, svart skott, með svarta flekki á bakinu og hvítann maga með lambakrullum.“

Lovísa óskar eftir hjálp. „Viljið þið gera mér stóran greiða, deila þessu sem víðast svo að elskan mín finnist sem fyrst og vonandi heil heilsu,“ segir hún. Plís hjálpið mér að koma henni heim, hennar er svo virkilega sárt saknað. Það er hægt að hafa samband við mig í síma 8578136“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“
Fréttir
Í gær

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik