fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Brynja segir að holdarfarsfordómar séu einu fordómarnir sem virðist samfélagslega viðurkenndir – Tölfræðin tali sínu máli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV fyrr í vikunni um offitu vakti mikil viðbrögð og voru margir ósáttir við umfjöllunina, sérstaklega í ljósi þess að fram kom að sláandi munur væri á fjölda barna, sem glíma við offitu, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Brynja Þorgeirsdóttir, sem vann fréttaskýringuna, segir að holdarfarsfordómar virðist vera einu fordómarnir sem enn eru samfélagslega viðurkenndir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Brynju. Haft er eftir henni að fordómar skýri að hluta hversu viðkvæmt umfjöllunarefni holdafar og heilsa er. „Þetta er hópur sem hefur orðið fyrir kerfisbundinni smánun og fordómum frá upphafi vega,“ sagði Brynja.

Hún sagði að viðbrögð yfirgnæfandi meirihluta við þættinum hafi verið jákvæð en hvað varðar neikvæðu viðbrögðin um samband landsbyggðar og offitu og efnahag heimila vísaði hún í orð barnalæknis í þættinum um tölfræðilega fylgni á milli menntunar, tekna og offitu. Landsbyggðin sé þó fjölbreyttari en svo að hægt sé að setja íbúa hennar undir einn hatt. „Þessi mál hvetja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélaganna til að skoða hvort eitthvað sé í samfélagsgerðinni sem þurfi að breyta og auka þá framboð á aðstoð,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Í gær

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði

Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði