fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vestfirðir efstir á blaði hjá Lonely Planet fyrir árið 2022

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 28. október 2021 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestfirðir trónir nú á toppi nýjasta lista Lonely Planet yfir áfangastaði árið 2022. Hljóta firðirnir hina svokölluðu „Best in Travel“ viðurkenningu að þessu sinni.

Vestfirski fréttamiðillinn BB.is var að sjálfsögðu fyrstur með fréttina.

Fyrir Íslendinga ætti aðdráttarafl ægifagrar náttúru fyrir vestan ekki að koma á óvart, en þó virðist landshlutinn hafa átt í erfiðleikum með að fanga athygli ferðamanna hingað til en aðeins lítið brot ferðamanna á síðustu árum hafa lagt leið sína þangað. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna ferðast um Suðurlandið, eða hátt í 95%.

Í umsögn með verðlaununum segir að Vestfirðir sé einn af síðustu áfangastöðum Evrópu þar sem hægt sé að upplifa ósnortna náttúru með auðveldum hætti. Í samtali við BB.is segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir viðurkenninguna frábæra fyrir þróunarstarf sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd,“ hefur BB.is eftir Sigríði.

Nánar má lesa um málið á vef BB.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“