fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Baráttan um Hótel Keflavík: Steinþór tapaði fyrir bróður sínum í Héraðsdómi – Hefur bannað starfsfólki að afgreiða hjónin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. október 2021 14:15

Steinþór Jónsson, meirihlutaeigandi í Hótel Keflavík. Myndin er frá árinu 2009. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Jónsson, meirihlutaeigandi í Hótel Keflavík, tapaði í morgun máli gegn bróður sínum, Davíð Jónssyni, sem er eigandi að tæplega 20% hlut í hótelrekstrinum, og eiginkonu Davíðs, Evu Dögg Sigurðardóttur. Nánar tiltekið er um að ræða úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem hafnað er kröfu um að sú ákvörðun Sýslumanns á Suðurnesjum, að fallast ekki á kröfu Hótels Keflavíkur um lögbann á komu hjónanna á hótelið verði ógild.

DV fjallaði um þessar deilur þann 14. október og ræddi við hjónin Davíð og Evu, en Steinþór kaus að tjá sig ekki. Steinþór sakar bróður sinn og mágkonu um óviðeigandi háttsemi á hótelinu en hjónin hafna því með öllu. Þau segjast hins vegar hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu  af hálfu starfsfólks, sem hafi að skipun Steinþórs neitað þeim um afgreiðslu.

Í fréttinni sagði: „Næststærsti hluthafinn í rekstri Hótels Keflavíkur, Davíð Jónsson, er í þeirri sérkennilegu stöðu að hann fær ekki afgreiðslu á veitingastað hótelsins. Áður hefur hann mátt þola að vera rekinn úr starfi aðstoðarhótelstjóra og bolað úr stjórn félagsins. Að sögn Davíðs er þetta runnið undan rifjum bróður hans, Steinþórs Jónssonar, sem vilji fara með öll völd í þessu merka fjölskyldufyrirtæki og hagnýta sér eignina á alla lund.“

Sjá seinnig: Bræðrabylta á Hótel Keflavík – Saka Steinþór um valdníðslu – Davíð meinað um afgreiðslu á eigin hóteli

Undanfarið eitt og hálft ár þá hafa farið fram hlutafjárhækkanir sem Davíð staðhæfir að séu gerðar með það markmið að þynna út hlut hans í fyrirtækinu. Segir hann hlutafjáraukningarnar tilhæfulausar þar sem reksturinn hafi gengið vel. „Ég hef orðið að leggja 20 milljónir í fyrirtækið til að halda mínum eignarhlut í því. Mér er síðan meinað að sitja inni á þessum stað sem hefur verið mitt annað heimili í þrjá áratugi,“ segir Davíð, en hann starfaði fyrir hótelið allar götur frá árinu 1991 og þar til hann var rekinn árið 2018.

Sem fyrr segir hafnaði sýslumaður lögbannskröfunni. Hótel Keflavík kærði þann úrskurð til Héraðsdóms Reykjaness og krafðist þess að hann yrði ógiltur. Dómurinn telur reyndar að sóknaraðili hafi sýnt fram á að „varnaraðilar hafi haft uppi háttsemi sem sé fallin til þess að áreita starfsmenn sóknaraðila og rýra ásýnd rekstrar hans að því marki sem viðskiptavinir verða vitni að þeirri háttsemi ef sannast.“ Hins vegar hafi sóknaraðili ekki sýnt fram á að þau munu halda því áfram. Ekki sé hægt að leggja lögbann við athöfn sem liðin er.

Kröfu um að lagt verði fyrir Sýslumanninn á Suðurnesjum að leggja lögbann á komu hjónanna á Hótel Keflavík er vísað frá dómi.

 

Úrskurðinn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum