fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 20. október 2021 13:00

Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri á Omega. mynd/Teitur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpspredikarinn Eiríkur Sigurbjörnsson var í byrjun mánaðarins dæmdur til þess að greiða 108,9 milljónir í sekt og sæta tíu mánaða fangelsis skilorðsbundið til tveggja ára vegna skattsvika. Dómurinn féll 1. október en var nýlega birtur á heimasíðu dómstólanna.

DV sagði frá því í mars í fyrra að Eiríkur hefði verið ákærður fyrir meiriháttar skattsvik með því að skila inn efnislega röngum skattframtölum á árunum 2011-2016. Þá var hann sagður hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram ríkulegar úttektir úr fyrirtæki í rekstri sem hann nýtti sér persónulega.

Eiríkur hefur rekið kristilegu sjónvarpsstöðina Omega síðan sumarið 1992, en hann segir að guð hafi talað við Eirík og hvatt hann til þess að drífa sig í sjónvarpsbransann.

Málið veltist svo um í kerfinu síðan þá þar til dómur féll nú í byrjun mánaðarins.

Í dómnum kemur fram að hinni svokallaðri þreföldunarreglu hafi verið beitt við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar. Þannig var fjárhæðin sem Eiríkur kom sér undan að greiða í tekjuskatt þrefölduð og Eiríku gert að greiða þá upphæð í sekt.

Eiríkur þarf þá jafnframt að greiða 3,4 milljónir í málsvarnarlaun verjanda. Ekki er að sjá að málskostnaður hafi verið ákvarðaður.

Dóminn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af