fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Ókunnugur maður búinn að hátta sig í íbúðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. október 2021 08:08

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í miðbænum óskaði eftir aðstoð lögreglu laust fyrir kl. 4 í nótt. Ókunnugur maður var kominn inn í íbúð hans, búinn að hátta sig og sofnaður á sófa í stofunni.  Óvelkomni maðurinn var vakinn og sagt að fara í föt og fara út úr íbúðinni. Hinn óboðni gestur var mjög ölvaður og vissi lítið hvar hann var og hvernig hann hafði komist inn. Lögregla vísaði honum burtu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 130 mál voru skráð í dagbókina frá kl.17 í gær til 5 í morgun. Var mikið um tilkynningar um hávaða í heimahúsum í nótt.

Einnig var nokkuð um líkamsárásir á veitingastöðum í gærkvöld. Meðal annars er kona sökuð um árás á dyravörð í miðbænum laust fyrir miðnætti. Vildi hún aðspurð ekki gefa lögreglu upp nafn og kennitölu. Konan var vistuð í fangageymslu.

Á ellefta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108. Hafði verið keyrt á bensíndælu. Krókur kom á vettvang og fjarlægði bílinn og bensíndæluna. Ekki urðu slys á fólki.

Laust fyrir kl. 4 í nótt var bíl ekið á vegrið í hverfi 105. Ökumaðurinn er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu.

Um hálfsjöleytið í gær var tilkynnt um umferðarslys á Álftanesi. Bíl var ekið á unga stúlku á reiðhjóli. Ökumaðurinn hafði stöðvað við gangbraut þar sem stúlka fór á reiðhjóli yfir götuna.  Ökumaðurinn tók síðan af stað en sá ekki aðra stúlku sem kom hjólandi  inn á gangbrautina og lenti hún á bílnum. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild til aðhlynningar.  Samkvæmt upplýsingum frá foreldri mun stúlkan hafa gengið óstudd en var með höfuðverk og verk í hné.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“