fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fréttir

Leikjasíða Einars Þórs rakar inn peningum – Hagnast um 636 milljónir á tveimur árum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. október 2021 10:44

Mynd/Facebook og skjáskot af Cardgames.io

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki daglegt brauð að íslenskt netfyrirtæki sem er sannkölluð gullkú skjótist fram á sjónarsviðið. Það gildir þó um íslenska leikjasíðan Cardgames.io sem er umfjöllunarefni á forsíðu Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Alls hefur rekstrarfélag síðunnar, Rauðás hugbúnaður ehf., hagnast um 636 milljónir króna undanfarin tvö ár. Maðurinn á bak við fyrirtækið er tölvunarfræðingurinn Einar Þór Egilsson sem ákvað fyrir áratug að forrita uppáhaldsspilið sitt, skítakall, í frítíma sínum í kjölfar þess að hann fann enga nothæfa útgáfu af spilinu á netinu.

Einfalt viðmót Cardgames.io er helsta aðdráttaraflið fyrir spilara

Í kjölfarið vatt áhugamálið upp á sig og núna er inni á síðunni fjölmargir leikir eins og veiðimaður, kapall, skák, sudoku, yahtzee svo einhverjir séu nefndir. Alls eru 42 leikir inná síðunni í dag. Viðmót síðunnar er afar einfalt en aðgengilegt og hefur greinilega slegið í gegn því að tekjur fyrirtækisins byggjast á Google auglýsingum. Í viðtali við Viðskiptablaðið lýsir Einar Þór því hvernig að fyrst um sinn hafi hann haft 1-2 dollara tekjur af síðunni en síðan hafi ákveðnum áfanga verið náð þegar tekjurnar urðu 100 dollarar. Það hafi gert það að verkum að hann fékk sinn fyrsta tékka frá Google.

Í dag sé síðan staðan sú að 400 þúsund manns heimsækja síðuna á hverjum degi og hafa margir spilarar haldið tryggð við síðuna í áratug.

Nánar er hægt að lesa um málið í umfjöllun Viðskiptablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sævar var útilokaður frá eigin fjölskyldu – Þurfti að „læðast í felum“ í jarðarför föður síns

Sævar var útilokaður frá eigin fjölskyldu – Þurfti að „læðast í felum“ í jarðarför föður síns
Fréttir
Í gær

Skrif Páls Vilhjálmssonar um Helga Seljan fordæmd – „Meiri óþverrinn“

Skrif Páls Vilhjálmssonar um Helga Seljan fordæmd – „Meiri óþverrinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðunarmiðasvik á Austfjörðum kostuðu hann milljón – Rannsókn með smásjármyndavél leiddi fölsunina í ljós

Skoðunarmiðasvik á Austfjörðum kostuðu hann milljón – Rannsókn með smásjármyndavél leiddi fölsunina í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grimmd í Reykjavík: Svarar fyrir brot sín gegn maka fyrir luktum dyrum – Lamdi, nauðgaði og kastaði húsgögnum í konuna

Grimmd í Reykjavík: Svarar fyrir brot sín gegn maka fyrir luktum dyrum – Lamdi, nauðgaði og kastaði húsgögnum í konuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli horfði á Grímu skríða kviknakta upp úr sjónum með kind í fanginu – „Hún er miklu meiri töffari en ég“

Skúli horfði á Grímu skríða kviknakta upp úr sjónum með kind í fanginu – „Hún er miklu meiri töffari en ég“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stúlka sem þjáist af alvarlegum kvíða fær ekki frístundastyrk frá Kópavogsbæ eins og önnur börn – „Computer says no“

Stúlka sem þjáist af alvarlegum kvíða fær ekki frístundastyrk frá Kópavogsbæ eins og önnur börn – „Computer says no“