fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Íslendingar í Kongsberg beðnir um að láta vita af sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. október 2021 20:42

Frá vettvangi í kvöld. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiráð Íslands í Osló í Noregi hefur birt tilkynningu til Íslendinga sem búsettir eru í Kongsberg í Noregi, þar sem hryðjuverk var framið í dag þar sem minnst fjórir létust, um að láta vita af sér.

Tilkynningin birtist á Facebook-síðu sendiráðsins:

„Íslendingar í Kongsberg í Noregi: látið aðstandendur vita ef það er í lagi með ykkur en hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112 ef aðstoðar er þörf. Sendiráðið fylgist vel með framvindu mála í Kongsberg. Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Mikið álag er á símkerfi borgarinnar þessa stundina og því best að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér.
Við munum birta frekari upplýsingar eftir atvikum.“

Nokkur fjöldi Íslendinga býr í Kongsberg. Ekki er vitað til að Íslendingur hafi slasast eða látist í árásinni í dag og hefur DV haft spurnir af nokkrum sem eru heilir á húfi en vilja ekki tjá sig um ástandið í bænum á þessum viðkvæma tímapunkti.

Íbúatala í Kongsberg er um 27.000.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina