fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Sorglegt eineltismál á Akureyri tekur jákvæða stefnu – „Það eru allir miður sín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. október 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd sem fylgir þessari frétt sýnir ofbeldi sem  ungur drengur á Akureyri hefur orðið fyrir. Er hann var 7 ára gamall, í fyrrahaust, barði eldri drengur hann með hjólabretti. Að sögn móður drengsins, Jónheiðar Pálmey Halldórsdóttur, sem kallar sig Jónu Pöllu, leystist það mál afar vel með góðu samtali við foreldra gerandans, sem var allur af vilja gerður að bæta fyrir brot sitt.

En því miður hefur drengurinn, sem nú er orðinn 8 ára, orðið fyrir endurteknu ofbeldi í haust. Um það vitnar hægri hluti myndarinnar. Því miður hefur það verið algengt að jafnaldrar hans skrifi ljót skilaboð af þessu tagi á blöð og færi honum. Á þetta athæfi sér aðallega stað á frístundaheimili í skólanum eftir að kennslu lýkur. Móðirin vakti athygli á ástandinu á Facebook rétt fyrir helgi, skrif hennar hafa vakið mikla athygli og svo jákvæð viðbrögð að hún vonar að ástandið batni. Margir hafi vaknað upp við vondan draum þegar þeim var gert ljóst hvað væri í gangi. Ofbeldið gegn drengnum er ekki bara í formi þessara ljótu skilaboða heldur er hann líka beittur líkamlegu ofbeldi af jafnöldrum sínum. Í færslunni segir Jóna Palla meðal annars:

„Eftir að hafa leitað upplýsinga þá er þetta blað eitt af ótalmörgum sem honum er afhent á skólatíma af bekkjarfélögum.

Eftir að hafa grafist meira fyrir þá kemur í ljós að honum er ekki bara strítt eða hann kallaður allskyns uppnefni heldur er hann líka tuskaður til.

Ástæða þess að þetta ratar til mín fyrst núna er að barn í bekknum hans gat ekki lengur horft á ofbeldið og tók miðann af honum og fór með hann til mömmu sinnar sem hafði samband við mig.“

Jóna Palla segir að drengurinn hafi ekki áttað sig á afleiðingum og alvarleika gjörða sinna fyrr en eftir að hún hafði hringt í foreldra hans og þau rætt við hann. Hún er afar þakklát barninu sem fór með miðann ljóta heim til móður sinnar, sem síðan hringdi til Jónu Pöllu. Hún skrifar jafnframt á Facebook:

„Það að 8 ára barn hafi þennan dag fengið nóg og farið og sagt mömmu sinni frá fær mig til að hugsa um hvar allt fullorðna fólkið var í allan þennan tíma?“

Sker sig úr með sérstæðu málfari

Sonur Jónu Pöllu á króatískan föður sem deilir forræði með henni. Drengurinn talar þrjú tungumál, íslensku, króatísku og ensku, það síðastnefnda vegna þess að faðir hans talar ensku í samskiptum sínum við aðra en þá sem eru Króatar. Íslenska drengsins er sérstæð, sem auk fullorðinslegrar framkomu gerir hann óvenjulegan í háttum og þar með að skotmarki:

„Hann gengur oft með hendur fyrir aftan bak og segir stundum „látum okkur nú sjá“ þegar hann er spurður að einhverju. Hann segir „mannfólk“ en ekki fólk og er bara með sérstakan og krúttlegan orðaforða, svolítið eins og gamall karl, krakkarnir skynja að hann er spes og þar með verður hann að skotmarki,“ segir Jóna Palla í samtali við DV.

Hún segir að sonur hennar hafi orðið samdauna ofbeldinu gegn sér og ekki sagt frá því, meðal annars af því hann er afar jákvæður í garð allra og með hreint og fallegt hjarta. Hann segir að öll börnin séu vinir hans en staðreyndin er sú að hann á enga vini í árganginum, kannski fyrir utan það að tveir strákar hafa gert sér far um að vera góðir við hann.

Jóna Palla skrifar ennfremur á Facebook:

„Hvernig myndi þér líða sem foreldri ef þú kæmist að því að svona miða fær barnið þitt afhent aftur og aftur af bekkjarfélögum? Þau hópa sig jafnvel saman og búa til miðana og svo fer einn og afhendir á meðan hinir horfa á.“

Athæfið er ljótt og sker í hjarta fólks þegar það fær vitneskju um það. Á Facebook grátbiður um hún foreldra um að ræða við börnin sín og fá þau til að sýna umhyggju. Hún segir við DV:

„Við viljum vakningu meðal foreldra því allt saman byrjar þetta heima, við þurfum að kenna börnunum okkar að sýna samkennd því þau átta sig ekki á því að þegar einhver er meiddur svona þá þarf að sýna honum samkennd og reisa hann við.“

Gott fólk svaf á verðinum

„Það er engum sama um þetta og það eru allir miður sín yfir þessu,“ segir Jóna Palla við DV og segir að í þessu máli hafi gott fólk sofið á verðinum, foreldrar barnanna og starfsfólkið í skólanum. Nú þegar hefur kennari drengsins haft samband við hana og lýst yfir vilja til að bregðast við ástandinu. Einnig er hún í sambandi við nokkra foreldra skólafélaga drengsins og er þeim brugðið yfir þessu og vilja ekki að þetta ástand haldi áfram.

„Ég er að vona að mér verði óhætt að senda hann í skólann í vikunni,“ segir hún. Fyrir helgi ætlaði hún að halda honum heima, enda skólinn ekki öruggur staður fyrir hann eins og ástandið hefur verið, en núna getur verið að drengurinn fari í skólann á morgun eftir góð viðbrögð kennara, foreldra og barna yfir helgina.

„Tveir elskulegir drengir komu í gær og sýndu honum stuðning og við fengum símtal í morgun þar sem þrír skólafélagar buðu honum heim að leika,“ segir Jóna Palla en auk þess hafði rafíþróttafyrirtækið Arena Gaming Ísland samband og bauð drengnum og vinum hans að koma og borða í boði staðarins. Segist Jóna Palla vera klökk yfir þessum kærleika og segir jafnframt:

„Þegar maður teygir sig eftir fólki og á samtal við það þá breytist allt, það er svo mikilvægt að við foreldrar barna sem leika sér saman tölum saman.“ Hún vonast til að betri tímar séu vændum fyrir son hennar í skólanum, sem og að foreldrar almennt leggi sig eftir því að ræða við börn sín, fái upplýsingar um líðan þeirra og framkomu þeirra við önnur börn.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH