fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Óvæntur galli í sendingu af Bleiku slaufunni – „Það er enginn meira miður sín yfir þessu en við“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 8. október 2021 15:00

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljós hefur komið að galli leynist í hluta sendingarinnar af Bleiku slaufunni sem nú er í sölu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Allir sem hafa keypt gallaða slaufu geta haft samband og fengið nýja.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins, hefur heyrt frá þónokkrum sem hafa fengið gallaða slaufu. Flestir hafa þó afþakkað að fá nýja slaufu heldur vildi fólk einfaldlega láta vita af gallanum og er sátt við að hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja félagið og það mikilvæga starf sem þar fer fram.

„Okkur þykir ótrúlega vænt um Bleiku slaufuna og þykir virkilega leitt að það séu gölluð eintök í umferð. Það er enginn meira miður sín yfir þessu en við,“ segir Kolbrún.

Bleika slaufan í ár er hálsmen, handgerð perluslaufa og brassplatti með gyllingu og áletruninni Verum til. Keðjan er úr sama efni og plattinn. Bleika slaufan þykir einkar falleg í ár og segir Kolbrún að mögulega hafi þau verið fórnarlamb eigin metnaðar í þessu máli.

Bleika slaufan 2021. Mynd/bleikaslaufan.is

„Oftast kemur gallinn þannig fram að litli hringurinn sem lokar keðjunni er örlítið opinn og ef hann flækist í hálsmáli eða trefli, eða jafnvel bara við hreyfingu, þá er hætta á að hann detti af. Einhver lítill hluti af sendingunni er með þessum galla, því miður,“ segir hún og tekur fram að það sé engin leið að sjá þetta fyrirfram. Keðjan slitnar þá vegna þessa og eru dæmi um að keðjan hafi slitnað eftir aðeins einn eða tvo daga. Margir hafa hins vegar farið þá leið að kaupa einfaldlega nýja og endingarbetri keðju. „Fyrst og fremst er það keðjan sem er vandamálið,“ segir hún.

Þá hafa einhverjir orðið varir við að gyllingin á keðjunni og plattanum fari fljótt að láta á sjá. Kolbrún bendir þá á að alls ekki megi fara í bað eða sturtu með hálsmenið, en það virðist hafa verið málið hjá þeim sem hafa séð gyllinguna dofna fljótt.

Kolbrún segir söluna hafa gengið vel og félagið þurfi sannarlega á þessum styrk að halda, ekki síst þar sem COVID setti strik í reikninginn þegar kom að fjáröflun á síðasta ári. „Við sjáum á þessu að fólki er ekki sama um Bleiku slaufuna og mér verður pínu hlýtt í hjartanu að sjá það, þó ég sé líka leið yfir þessum galla,“ segir hún.

„Ég reikna með að fara að vinna að næstu slaufu strax í nóvember þannig að við getum tekið út alla þætti með góðum fyrirvara. Við tökum þetta allt til gagngerrar endurskoðunar þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir Kolbrún.

Krabbameinsfélagið eru frjáls félagasamtök sem alfarið eru rekin fyrir gjafir og styrktarframlög almennings og fyrirtækja.

Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til fjölbreyttrar starfsemi Krabbameinsfélagsins. Starfsemin felst meðal annars í ókeypis ráðgjöf og stuðningi fyrir þá sem veikjast og aðstandendur þeirra, fræðslu og forvörnum, krabbameinsrannsóknum og hagsmunagæslu. Allt starfið miðar að því að að fækka nýjum tilfellum krabbameina, fækka dauðsföllum af völdum þeirra og að bæta lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra.

Þeir sem vilja styrkja Krabbameinsfélagið beint geta lagt inn á reikning félagsins:

Kennitala: 700169-2789   Banki: 301-26-706

Þá er einnig hægt að kaupa ýmsan varning til styrktar félaginu í Bleiku búðinni.

Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur deyja að meðaltali úr krabbameinum. Í dag eru 9000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast