fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ók ítrekað á vegrið – Ekið á stúlku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Hlíðahverfi. Þar var bifreið ekið ítrekað á vegrið en áður hafði ökumaðurinn ekið á móti rauðu ljósi, einstefnu og ekki sinnt merkjagjöf lögreglu um að stöðva aksturinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að auki er hann ekki með gild ökuréttindi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær var ekið á 13 ára stúlku í Árbæjarhverfi. Hún var nýkomin út úr strætisvagni. Hún kenndi til eymsla í fæti og var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Á fyrsta tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af ungum manni í annarlegu ástandi í Bústaðahverfi. Hann hafði sparkað upp hurð á fjölbýlishúsi og skemmt hana. Hann glímdi við ranghugmyndir og taldi einhvern vera að elta sig. Hann fékk að fara heim að upplýsingatöku lokinni.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hjá honum að ræða hvað varðar að aka sviptur ökuréttindum. Annar er grunaður um ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals því hann framvísaði ökuskírteini sem er talið vera falsað.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona handtekin í apóteki í Kópavogi þar sem hún hafði reynt að svíkja út lyf. Hún er einnig grunuð um að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“