fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. janúar 2021 22:00

Bjartmar Leósson og bíll hans eftir innbrotið. Myndefni: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson, sem kallaður er Hjólahvíslarinn, vegna fádæma atorku sinnar við að endurheimta þjófstolin reiðhjól og ýmsa skylda muni, varð fyrir því í dag, mánudaginn 25. janúar, að brotist var inn bílinn hans. Engu var stolið en hurðarspjaldið er ónýtt eins og mynd ber með sér og búið var að róta í bílnum.

Bjartmar birti myndir af verksumerkjum í Facebook-hópi sínum, Hjóladót tapað, fundið eða stolið og skrifaði jafnframt:

„Þá er búið að brjótast inn í bílinn minn. Engu stolið en hurðarspjaldð ónýtt og búið að róta í öllu. Bíllinn var ekki mjög langt frá ákveðnum stað sem má víst ekki nefna opinberlega. Væri ekkert voðalega hissa ef einhver þaðan hefði verið að verki.“

Bjartmar segir í samtali við DV að það sé skrýtin tilfinning að verða fyrir afbroti sem þessu:

„Skrítin tilfinning. Er auðvitað reiður en það eru sterkar líkur á að hér hafi langt leiddir fíklar verið á ferð svona miðað við hvar bíllinn var staðsettur. Svo með reiðinni er líka ákveðinn skilningur á því sturlaða hugarástandi sem fólk kemst í þegar það vantar næsta skammt. Þau ráða ekki við sig.“

Bjartmar segir að innbrot í bíla, ýmis nytjaþjófnaður og hjólaþjófnaður séu mjög oft verk langt leiddra fíkla og þetta vandamál sé hluti af stóru böli:

„Fólk í harðri neyslu sem eyðir framfærslunni á fyrstu tveimur dögunum og stelur svo restina af mánuðinum,“ segir hann.

„Þetta fylgir bara ákveðnum hópi fólks. Auðvitað á að hjálpa þessu fólki en við eigum samt ekki að sætta okkur við öll þessi afbrot sem þeim geta fylgt. Frá einum og sama manninum hef ég t.d sótt örugglega 30 reiðhjól,“ segir Bjartmar sem í sjálfu sér varð ekki fyrir miklu fjárhagstjóni í þessu innbroti. Skemmdirnar á hurðinni samt slæmar. Bíllinn er árgerð 1998 og vart ríkmannlegur. Það kann því að lýsa töluverðri örvæntingu viðkomandi innbrotsþjófs að brjótast inn í þennan bíl.
Í umræðum í Facebook-hópnum segir einn maður frá því að fimm sinnum hafi verið brotist inn í bílinn hans í miðbænum og bíllinn hafi verið tekinn einu sinni. Annar segist nokkrum sinnum hafa orðið fyrir svipuðum afbrotum í Vesturbænum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi