fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 07:59

Hér sést hversu mikið flæddi inn í byggingarnar. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið tjón varð þegar mikið magn af köldu vatni rann inn í nokkrar byggingar Háskóla Íslands í fyrrinótt. Er talið að tjónið geti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Vatnslekinn var einn sá mesti sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að takast á við um árabil.

Ljóst er að starfsemi Háskólans mun raskast á næstunni. Í tilkynningu sem Veitur sendu frá sér í gær kom fram að skömmu fyrir klukkan eitt í fyrrinótt hafi mikill kaldavatnsleki komið upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Lekinn varði í 75 mínútur og runnu um 500 lítrar á sekúndu. Í heildina runnu um 2.250 tonn af vatni út. Um stóra stofnæð var að ræða og því var vatnsmagnið mikið. Unnið hefur verið við endurnýjun hennar og öðrum lögnum á Suðurgötu að undanförnu.

Morgunblaðið hefur eftir Kristni Jóhannessyni, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ að mikið tjón hafi orðið á byggingum skólans og að starfsemi hans muni raskast töluvert á næstunni. Haft er eftir honum að vatn hafi flætt inn í kjallara og jarðhæðir. „Það skemmdist allt sem fyrir verður sem þolir ekki vatn. Veggir líka,“ er haft eftir honum.

Vatn flæddi inn í aðalbyggingu HÍ, Árnagarð, Lögberg, Gimli og Háskólatorg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur