fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 07:59

Hér sést hversu mikið flæddi inn í byggingarnar. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið tjón varð þegar mikið magn af köldu vatni rann inn í nokkrar byggingar Háskóla Íslands í fyrrinótt. Er talið að tjónið geti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Vatnslekinn var einn sá mesti sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að takast á við um árabil.

Ljóst er að starfsemi Háskólans mun raskast á næstunni. Í tilkynningu sem Veitur sendu frá sér í gær kom fram að skömmu fyrir klukkan eitt í fyrrinótt hafi mikill kaldavatnsleki komið upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Lekinn varði í 75 mínútur og runnu um 500 lítrar á sekúndu. Í heildina runnu um 2.250 tonn af vatni út. Um stóra stofnæð var að ræða og því var vatnsmagnið mikið. Unnið hefur verið við endurnýjun hennar og öðrum lögnum á Suðurgötu að undanförnu.

Morgunblaðið hefur eftir Kristni Jóhannessyni, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ að mikið tjón hafi orðið á byggingum skólans og að starfsemi hans muni raskast töluvert á næstunni. Haft er eftir honum að vatn hafi flætt inn í kjallara og jarðhæðir. „Það skemmdist allt sem fyrir verður sem þolir ekki vatn. Veggir líka,“ er haft eftir honum.

Vatn flæddi inn í aðalbyggingu HÍ, Árnagarð, Lögberg, Gimli og Háskólatorg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“