fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Skotið á hús Samfylkingarinnar í Sóltúni – Lögregla lokið störfum á vettvangi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 11:44

mynd/Anton Brink og skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar við Sóltún 26 í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt heimildum DV virðast skotgötin vera sex og voru nægilega öflug til þess að brjóta rúður. Skrifstofur Samfylkingarinnar eru á jarðhæð hússins.

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, staðfestir að þetta hafi átt sér stað en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Það sé nú rannsakað af lögreglu.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við DV að rannsakendur lögreglunnar hefðu lokið störfum á vettvangi og væru nú komnir í hús á Hverfisgötu. Málið væri nú rannsakað. Jóhann staðfesti enn fremur við DV að fleiri sambærileg atvik hefðu átt sér stað víða um borgina undanfarin misseri. Það væri nú skoðað hvort þau atvik væru tengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar