fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Skötufirði – Skilaboð frá fjölskyldunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. janúar 2021 13:11

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tomasz Majewski, sem missti eiginkonu sína og ungt barn, eftir slysið í Skötufirði í Ísfjarðardjúpi, þegar bíll fólksins lenti í sjónum, vill ásamt fjölskyldu sinni koma þakklæti á framfæri til vegfarenda sem komu fyrstir vettvang slyssins, til allra viðbragðsaðila sem voru kallaðir út og til starfsfólks á Landspítala. Einnig þakkar fólkið þann samhug sem almenningur hefur sýnt við fráfall Kamilu Majewski, eiginkonunnar, og litla drengsins Mikolaj. Fjölskyldan var búsett á Flateyri og slysið varð á leið hjónanna þangað frá Keflavíkurflugvelli.
Kveðjan er send í gegnum Lögregluna á Vestjförðum sem birti eftirfarandi tilkynning:
„Lögreglan var beðin um að koma eftirfarandi kveðju á framfæri við þá vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang, sem og alla viðbragðsaðila, þegar banaslysið varð í Skötufirði laugardaginn 16. janúar sl. Kveðjan er svohljóðandi:
Tomasz Majewski og fjölskylda hans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði s.l. laugardag og til allra viðbragðsaðila sem kallaðir voru til auk starfsfólks Landspítalans.
Sömuleiðis þakka þau fyrir þann mikla samhug sem þau hafa fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu og Mikolaj.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“