fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 15:39

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur verið felld úr gildi í Landsrétti og málinu vísað aftur til héraðsdóms til munnlegs málflutnings.

Frávísunin er ekki vegna efnisþátta málsins heldur  vegna þess að úrskurður um frávísun var ekki kveðinn upp innan lögbundins tímaramma, sem eru fjórar vikur. Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu Jóns fór fram 23. nóvember  2020 en úrskurður um frávísun var kveðinn upp 7. janúar 2021.

Í ákærunni er Jón Baldvin sagður hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega með því að strjúka rassi hennar utanklæða upp og niður, að því er segir í ákærunni sem er hluti málsgagna í máli Landsréttar.

Í frávísunarúrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur segir að meint háttsemi Jóns Baldvins félli ekki undir brot sem lýst er í ákvæðum spænskra hegningarlaga um kynferðislega misnotkun. Þá sagði í úrskurðinum að ekkert lægi fyrir um hvort háttsemin væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum.

Atvikið sem um ræðir í ákæru Héraðsdóms mun hafa, samkvæmt ákæru, átt sér stað þann 16. júní árið 2018 á Grenada á Spáni. Carmen krefst þess að Jón Baldvin greiði sér eina milljón í miskabætur. Jón Baldvin krefst frávísunar og málsvarnarlauna úr ríkissjóði.

Nú liggur fyrir að aftur verður fjallað um frávísunarkröfu Jóns í héraðsdómi og verður tekið þar til efnismeðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli
Fréttir
Í gær

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa