fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Slysið í Ísafjarðardjúpi – Fjölskyldan er pólsk og allir undir læknishöndum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. janúar 2021 17:12

Mynd sýnir TF-GRO. Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja manna pólsk fjölskylda var um borð í bíl sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.

Fólkið var allt flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag. Einn fór á bráðamóttökuna í Fossvogi og tveir á Landspítalann við Hringbraut. Ástands eins er sagt mun betra en hinna tveggja. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan fólksins né hvað það var lengi í sjónum. Vegfarandi náði að koma fólkinu upp á land í morgun og hafði samband við viðbragðsaðila. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, sagði í viðtali við DV að sá maður hefði unnið mikið björgunarafrek. Sjá það og fleira um málið í fyrri frétt hér um málið:

Sjá einnig: Bíll með þrjá innanborðs í sjóinn í Ísafjarðardjúpi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum