fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 15:17

mynd/kexhostel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum á þrotabúi Sæmundar í sparifötunum ehf. er nú lokið og hafa verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Lýstar kröfur námu rúmum 47 milljónum.

Samkvæmt ársreikningi félagsins sem skilað var inn árið 2019 fyrir rekstrarárið 2018, sem jafnframt er síðasti ársreikningur sem skilað var inn, var Halla Sigrún Hjartardóttir skráður eini stjórnarmaður félagsins. Í samtali við DV sagði Halla gjaldþrotið tengt Covid. „Við þurftum að loka hostelinu í mars og það var meira en Sæmundur í sparifötunum ehf. réði við.“ Aðspurð hvort 47 milljóna kröfur á bar og veitingastað sé ekki há upphæð svarar hún: „Þetta var bara staðan eins og hún var. Kannski var þetta uppsafnaður vandi.“ Hún segir Kex Hostel, eiganda Sæmundar í sparifötunum ehf., þó lifa áfram. „Kex hostel lifir enn, en hostelið er lokað. Við vonumst til þess að geta opnað aftur um leið og aðstæður leyfa. Við vonum bara eins og allir aðrir að sumarið verði gott.“

Eigendur Kex Hostel eru svo, samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins:

  • Fiskisund ehf. (55%) – Eigendur Fiskisunds eru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson til jafns.
  • KP ehf. (38,9%) – Raunverulegur eigandi skráður Birkir Kristinsson.
  • Pétur Hafliði Marteinsson (6,3%)
  • HEVA ehf. (2,8%)
  • Sigur ehf. (1,4%)

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Sæmundar í sparifötunum ehf., segir ekkert hafa fengist upp í kröfur við skiptin annað en smáræði upp í kostnaðinn við skiptin sjálf.

Halla sagði jafnframt óljóst hvernig framhaldið yrði með rekstur veitingastaðar á hostelinu þegar allt færi af stað aftur. Þegar Kex Hostel opnaði var hostel barinn á Kex Hostel einn sá allra vinsælasti í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“