fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur vonsvikinn – „Pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 21:29

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta sagði í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Portúgal á HM í Egyptalandi að tæknimistök sem dreifðust milli leikmanna hefðu verið helsta orsök tapsins. „Við gerðum alltof marga tæknifeila í sókninni, 15 eru allt of mikið,“ sagði Guðmundur og benti á að liðið hefði líka farið illa með dauðafæri á mikilvægum kafla þegar tækifæri var til að snúa leiknum við.

„Við vissum að þetta var fiftý-fiftý leikur eins og maður segir, helmingslíkur, við vorum sjálfir okkur verstir, 25 mörk er í raun mjög lítið að fá á sig,“ sagði Guðmundur ennfremur en leikurinn tapaðist með tveggja marka mun, 25:23.

Sjá einnig: Mistök á mistök ofan er Ísland tapaði fyrir Portúgal

„Það pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum, svona er ekki hægt að leyfa sér á stórmóti,“ sagði Guðmundur og benti á að leikirnir gegn Alsír og Marokkó yrðu ekki auðveldir. Að bæði liðin spiluðu villtan handbolta en væru orðin frambærileg. Enginn andstæðingur væri auðveldur á stórmóti sem þessu.

Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum