Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Guðmundur vonsvikinn – „Pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 21:29

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta sagði í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Portúgal á HM í Egyptalandi að tæknimistök sem dreifðust milli leikmanna hefðu verið helsta orsök tapsins. „Við gerðum alltof marga tæknifeila í sókninni, 15 eru allt of mikið,“ sagði Guðmundur og benti á að liðið hefði líka farið illa með dauðafæri á mikilvægum kafla þegar tækifæri var til að snúa leiknum við.

„Við vissum að þetta var fiftý-fiftý leikur eins og maður segir, helmingslíkur, við vorum sjálfir okkur verstir, 25 mörk er í raun mjög lítið að fá á sig,“ sagði Guðmundur ennfremur en leikurinn tapaðist með tveggja marka mun, 25:23.

Sjá einnig: Mistök á mistök ofan er Ísland tapaði fyrir Portúgal

„Það pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum, svona er ekki hægt að leyfa sér á stórmóti,“ sagði Guðmundur og benti á að leikirnir gegn Alsír og Marokkó yrðu ekki auðveldir. Að bæði liðin spiluðu villtan handbolta en væru orðin frambærileg. Enginn andstæðingur væri auðveldur á stórmóti sem þessu.

Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið