fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Jóhanni var skipað að skilja 3 mánaða son sinn eftir fyrir utan kjörklefann – „Spes vinnubrögð“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. september 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Skagfjörð Magnús­son, skólastjóri Garðaskóla, gerði sér ferð til að kjósa í alþingiskosningunum og með honum í för var 3 mánaða gamall sonur hans. Þegar komið var að því að kjósa ætlaði Jóhann sér að taka son sinn með sér inn í kjörklefann en það mátti hann ekki gera.

Þegar komið var að kjörklefanum var Jóhanni skipað að skilja son sinn eftir fyrir utan kjörklefann á meðan hann stimplaði bókstaf flokksins sem hann ætlar að kjósa á blað. Jóhann greindi frá þessu í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær en færslan vakti töluverða athygli.

„Ég var ekkert að „challeng-a“ þetta eitthvað mikið á þessum tíma. Ég nennti þessu ekki enda var sonurinn alveg góður og svona, ef hann hefði verið grátandi eða eitthvað þá hefði ég kannski gert það,“ segir Jóhann um málið í samtali við DV. „Þegar ég fór inn í þetta tjald til að stimpla þá þurfti ég að skilja hann eftir þar fyrir utan. Það var alveg skýrt tekið fram, að það mætti bara vera einn í einu í kjörklefanum.“

Þrátt fyrir að vera sonur skólastjóra þá er þriggja mánaða gamli sonur Jóhanns ennþá ólæs og því ólíklegt að hann færi að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir föður síns, hvað þá að hann fari að dreifa þeim. „Það er gríðarlega ólíklegt, hann er ekki svona mikið undrabarn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi í framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar

Guðmundur Ingi í framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir