fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. september 2021 15:18

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Falak, þjálfari, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, birti færslu á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hún vakti athygli á ummælum sem látin voru falla um hana í hlaðvarpinu The Mike Show. Edda birti upptöku úr þættinum þar sem heyra má Sigurð Gísla Bond Snorrason, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, segja frá því sem hann komst að um helgina.

„Ég komst að því að Edda Falak er leiðinlegasta manneskja á Íslandi og lygasjúk,“ sagði Sigurður í þættinum og Edda skaut á ummælin í færslunni sem um ræðir. „Elska að eitthvað fótbolta podcast opni þættina sína svona faglega og skemmtilega. Ekki í fyrsta sinn sem litlir strákar kalla mig lygasjúka en hey, HÚH!“ segir Edda.

„Kannski gekk ég of langt“

Færsla Eddu fór öfugt ofan í Sigurð sem svaraði henni um hæl. „Kannski gekk ég of langt. Ég er til í að draga til baka að hafa kallað þig lygasjúka ef þú getur svarað eitthvað af spurningunum,“ segir Sigurður í færslu sem hann birti á Twitter en svo kemur hann með spurningarnar.

„Hvenær varstu að vinna hjá Novo nordisk? Hjá hvaða fjárfestingabanka varstu að vinna? Hvernig fékkstu íbúðina í Danmörku? Og hvernig skildirðu við hana?“ spyr Sigurður.

„Galið að krefja fólk um einhver bull svör“

Færslan vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum og óskuðu fylgjendur Sigurðs eftir svörum frá Eddu. Edda hefur ekki tjáð sig um spurningarnar á Twitter en ræddi um þær í samtali við DV.

„Það er nátturulega galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki,“ segir Edda um spurningar Sigurðs í samtali við blaðamann um málið. „Ég veit ekki hvað honum gengur til eða hvað ég hef gert honum persónulega.“

Edda hefur að undanförnu verið mikið á milli tannana á fólki, einkum vegna baráttu hennar gegn ofbeldi. „Fólk leyfir sér endalaust að hóta og rífa mig í sig af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Það er svo auðvelt fyrir þetta fólk að bara blokka mig eða unfollowa ef ég fer svona svakalega í taugarnar á þeim,“ segir hún.

Að lokum segir hún að Sigurður og félagar hans í The Mike Show ættu að hugsa meira um fótboltann en sig. „Fólk hlustar á podcastið þeirra og fylgir þeim fyrir fótbolta, ekki skoðanir þeirra á mér. Ættu klárlega bara að einblína á fótboltann í þessu podcasti og eyða orkunni þar en ekki vera að bögga eða koma höggi á fólk sem er að reyna að hjálpa þolendum ofbeldis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Í gær

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“