fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Með áverka eftir að hafa reynt að stöðva slagsmál milli tveggja ókunnugra manna

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 08:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt miðað við það sem fram kemur í dagbók lögreglunnar sem send var út í morgun. Þar kemur fram að alls hafi 113 mál verið skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en flest málin voru tengd hávaða og ölvun.

Klukkan 17:30 í gær var lögreglan kölluð út í hverfi 101 en þar voru tveir menn handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt. Auk þess voru mennirnir ölvaðir og eru grunaðir um að hafa hnuplað úr versluna. Mennirnir tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu, bæði sökum ástands og fyrir rannsókn máls.

Í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Maður var með áverka á hendi eftir eggvopn en sá sagðist hafa fengið áverkana í kjölfar þess að hann reyndi að stöðva slagsmál milli tveggja ókunnugra manna. Þá sagðist hann hafa náð að hlaupa frá árásaraðilanum.

Nokkuð var um umferðarlagabrot í gær. Til að mynda var ökumaður stöðvaður í 105 Reykjavík en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Þá er hann einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Annar bíll var stöðvaður á Seltjarnarnesinu en ökumaður þess bíls er bæði grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekið án gildra ökuréttinda.

Þá voru höfð afskipti af bíl í Kópavoginum en ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Búið var að svipta ökumanninn ökuréttindum sínum en hann er grunaður um ítrekaðan akstur þrátt fyrir það.

Þá var bíll í Árbænum stöðvaður af lögreglu í gærkvöldi en ökumaðurinn er grunaður um umferðaróhapp, akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og akstur án ökuréttinda.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhap í Hafnarfirðinum í gær en bifreið hafði verið ekið á staur eða umferðaljós. Kona sem býr í Færeyjum var undir stýri en hún sagði í samtali við lögreglu að hún væri óvön að aka um stór gatnamót og á mörgum akgreinum. Engin meiðsl urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára