fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Milljón COVID-19 sýni hafa verið tekin hér á landi – Kostnaðurinn 4-7 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:30

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var milljónasta COVID-19 sýnið tekið hér á landi á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eitt sýni kostar á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur og því er heildarkostnaðurinn vegna sýnanna á bilinu 4-7 milljarðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í upphafi vikunnar var búið að taka 997.000 sýni en á síðustu dögum hafa um og yfir 3.000 sýni verið tekin daglega. Haft er eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að hvert sýni kosti á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Kostnaðurinn er því að lágmarki 4 milljarðar. Inni í þessum tölum eru ekki sýni sem einkarekin fyrirtæki hafa tekið.

Þegar faraldurinn skall á var talið að kostnaðurinn við eitt sýni væri um tíu þúsund krónur en það reyndist ekki rétt. Óskar sagði að hraðgreiningarpróf kosti um fjögur þúsund og PCR-próf um sjö þúsund. „Við sem heilbrigðisstofnun megum ekki rukka meira en það sem sýnið kostar. Þegar einstaklingar fara í hraðgreiningarpróf á leiðinni úr landi rukkum við einfaldlega það sem prófið kostar,“ er haft eftir honum.

Óskar sagði svolítið skrýtið að þessi áfangi hafi nú náðst, ein milljón sýna, en hann sagðist alveg eins eiga von á að talan fari upp í tvær milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum