fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Þetta eru mánaðarlaun flugumferðarstjóra sem stefna á verkfall – Meðallaunin eru ein og hálf milljón

Heimir Hannesson, Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 17:45

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Félag íslenskra flugumferðarstjóra greindi frá seint í gærkvöldi slitnaði upp úr samningaviðræðum þeirra við Isavia upp úr miðnætti í gær og samkomulag ekki náðst á sáttafundum sem haldnir voru í dag. Í samræmi við atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra frá því fyrr í mánuðinum hefur því verið boðað til verkfalls þann 31. ágúst næstkomandi á milli 05:00 og 10:00.

Undanþága verður gerð fyrir sjúkra-, neyðar- og Landhelgisgæsluflug.

Þetta þýðir að ekkert almennt farþegaflug verður um Keflavíkurflugvöll þennan morguninn og munu aðgerðirnar því líklega riðla dagskrá þeirra flugfélaga sem fljúga um flugvöllinn duglega. Svo gæti farið að erlend flugfélög sem eiga að lenda á þessu bili muni ýmist flýta, seinka eða hreinlega fella niður flugin sín. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, munu ekki eiga þess kost. Á þessu tímabili eru Bandaríkjaflug Icelandair að lenda og Evrópuflugin að hefja sig til lofts og hvers kyns seinkanir á því fyrrnefnda munu hafa keðjuverkandi áhrif á dagskrá flugfélagsins út daginn og líklega næstu daga.

Ekki fyrsta ródeóið

Verkfallið sem boðað hefur verið til í næstu viku er ekki það fyrsta á undanförnum árum og finnst mörgum flugumferðarstjórastéttin hafa háð heldur harðvítuga kjarabaráttu undanfarin ár, sérstaklega í ljósi þess að flugumferðarstjórar eru fyrir á meðal launahæstu stétta landsins.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru meðalheildarlaun launaflokks 3144, Sérfræðistörf við flugumsjón, 1.482.000 kr. á mánuði.

mynd/Skjáskot Hagstofa Íslands

Í ljósi þess að nú liggja frammi álagningarskrár Skattsins og eru opnar almenningi til 31. ágúst, og þess að Tekjublað DV og Frjálsrar verslunar komu nýverið út gerðu blaðamenn DV sér ferð niður í hús Skattsins í Tollhúsinu við Tryggvagötu í launakönnun flugumferðarstjóra.

Gögnin sem hér á eftir koma eru því byggðar á uppflettingum blaðamanna DV í dag á launum stjórnarmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra auk gagna úr Tekjublaði DV og Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Fyrirvarar

Tekið skal fram að gögnin eru unnin upp úr greiddu útsvari, og taka því ekki tillit til uppruna tekna. Þannig gætu einhverjir þegið laun annars staðar en hjá Isavia. Eins mynda til dæmis greiðslur úr séreignalífeyrissjóðum stofn til greiðslu útsvars, og reiknast þá inn í mánaðarlaun samkvæmt formúlu Tekjublaðanna.

Þá skal jafnframt tekið fram að einungis flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli hafa boðað til verkfalls.

Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra:

Arnar Hjálmarsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra
1.402.501 kr. á mánuði

mynd/iceatca.com

Hildur Albertsdóttir, varaformaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra
1.560.512 kr. á mánuði

iceatca.com

Þórhallur Gísli Samúelsson, ritari stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra
1.198.057 kr. á mánuði

iceatca.com

Víðir Leifsson, gjaldkeri Félags íslenskra flugumferðarstjóra
1.262.870 kr. á mánuði

iceatca.com

Einar Þór Stefánsson, meðstjórnandi í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra
1.224.777 kr. á mánuði

iceatca.com

Davíð Heiðar Beck Hansson, varamaður í stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra
1.665.453 kr. á mánuði

Aðrir flugumferðarstjórar

Gunnlaugur Guðmundsson
3.186.000 kr. á mánuði

Haraldur Ólafsson
2.762.000 kr. á mánuði

Helgi Björnsson
2.598.000 kr. á mánuði

Ottó Garðar Eiríksson
2.470.000 kr. á mánuði

Hjalti Guðmundsson
2.274.000 kr. á mánuði

Halldóra Klara Valdimarsdóttir
1.648.000 kr. á mánuði

Elín Steiney Kristmundsdóttir
1.639.000 kr. á mánuði

Sigurjón Jónasson
1.601.000 kr. á mánuði

Jón Ingi Jónsson
1.537.000 kr. á mánuði

Júlíus Freyr Valgeirsson
1.334.000 kr. á mánuði

Jón Árni Þórisson
1.293.000 kr. á mánuði

Sigurleifur Kristjánsson
1.106.000 kr. á mánuði

Kári Örn Óskarsson
1.043.000 kr. á mánuði

Loftur Jóhannesson
1.023.000 kr. á mánuði

Grétar Reynisson
980.000 kr. á mánuði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos