fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Íris neitar ásökunum um einelti – „Í kjölfar þess að hann fékk ekki starfið virðist hann hafa ákveðið að ráðast að mér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. ágúst 2021 15:11

Íris Róbertsdóttir. mynd/Tryggvi Már

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, harðneitar ásökunum Andrésar Þorsteins Sigurðssonar um einelti. Andrés hefur sagt starfi sínu lausu sem yfirhafnsögumaður Vestmannabæjar. Hann sakar Írisi um einelti í uppsagnarbréfi sínu til Framkvæmda- og hafnarráðs. Þetta meinta einelti varðar útilokun, upplýsingaskort og óréttmæta gagnrýni í garð Andrésar.

Andrés hefur starfað hjá höfninni í Vestmannaeyjum í15 ár en áður var hann skipstjóri.

Í viðtali við Mannlíf í dag þverneitar Íris þessum ásökunum og segir þær tilhæfulausar og órökstuddar. Hún segir:

„Viðkomandi starfsmaður var meðal umsækjenda um starf hafnarstjóra fyrr á árinu, en fékk ekki starfið. Framkvæmda- og hafnarráð réð annan einstakling í starfið, sem það mat hæfari en Andrés.“

Segir Íris hvergi hafa komið nálægt þessu ráðningarferli.  „En í kjölfar þess að hann fékk ekki starfið virðist hann hafa ákveðið að ráðast að mér persónulega með órökstuddum dylgjum,“ segir Íris í viðtali við Mannlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH