fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Trylltur túr síbrotamanns á greiðslukorti, Bónuskorti og dælulykli mömmu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið gott að vera afkastamikill en ekki í því sem 38 ára gamall maður er sakaður um að hafa tekið sér fyrir hendur. Héraðsdómur Reykjaness hefur birt manninum fyrirkall og ákæru í Lögbirtingablaðinu. Manninum, sem samkvæmt þjóðskrá er búsettur í Svíþjóð, er gefinn að sök óralangur hali af fjársvikum þar sem hann er sagður hafa notað greiðslukort, dælulykil og Bónuskort móður sinnar.

Athygli vekur að hin meintu afbrot eiga öll að hafa verið framin haustið 2013. Manninum er gefið að sök að hafa haustið 2013 svikið út samtals sjö síma frá Nova að verðmæti um 760.000 krónur með því að gefa upp greiðslukortanúmer móður sinnar við kaupin, „en ákærði hafði komist yfir greiðslukortaupplýsingar umrædds korts og notfærði sér þær í blekkingarskyni og án heimildar eiganda í umrædd sinn og misnotaði þannig aðstöðu sína,“ segir í ákæru.

Þá er maðurinn sakaður um að hafa á sama tímabili sjö sinnum tekið út bensín hjá ÓB í Njarðvík með dælulykli sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans.

Hann er sagður hafa svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði samtals 370.000 krónur með því að hringja á skrifstofu Bónus og gefa upp annars vegar kortanúmer móður sinnar og hins vegar kortanúmer karlmanns nokkurs.

Með svipuðum hætti er hann sakaður um að hafa svikið út Asus leikjafartölvu frá Tölvulistanum að verðmæti 300.000 krónur en þá notfærði hann sér kreditkortaupplýsingar manns frá Slóveníu.

Þá er hann sagður hafa svikið út vörur úr Elko upp á hátt í 700.000 krónur í lok nóvember 2013. Notaði hann þá greiðslukortanúmer fjórða aðila, erlends manns.

Fyrirtækin sem þarna koma við sögu gera einkaréttarkröfu á hendur manninum að fjárhæð andvirðis þess sem svikið var út, auk dráttarvaxta og málskostnaðar.

Ennfremur kemur fram í ákærunni að Asus leikjafartölva hafi fundist á heimili mannsins við húsleit lögreglu sumarið 2014.

Í dómasafni má finna dóm yfir manninum frá 2011 þar sem hann er sakfelldur fyrir ýmiskonar fíkniefnalaga- og umferðarlagabrot. Í þeim dómi kemur fram að hann hafi gengist undir lögreglusáttir vegna afbrota árið 2009.

Þessi gömlu meintu afbrot frá árinu 2013 verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 6. september næstkomandi. „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum. Birtingarfrestur er einn mánuður,“ segir í tilkynningunni sem birt er í Lögbirtingablaðinu í dag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd