fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Brjáluð biðröð við Bónusbúðina sem er að loka – „Virkilega slæmt að missa þessa verslun“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 14:00

Við Bónus á Korputorgi í dag. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Bónuss á Korputorgi verður lokað og því er 30% afsláttur í dag af öllum vörum á meðan birgðir endast.

Greinilegt er að margir ætla að nýta sér þessi afsláttarkjör og tók viðskiptavinur meðfylgjandi myndir þar sem sést að löng röð hefur myndast fyrir utan verslunina. Opnað var klukkan 10 í morgun og má reikna með að það verði opið þar til allt er selt.

„Við þökkum viðskiptin á liðnum árum og bendum um leið á verslun okkar í Spöng og í Mosfellsbæ,“ segir á Facebooksíðu Bónuss þar sem tilkynnt er um lokunina.

Af umræðum á síðunni er greinilegt að fólk á eftir að sakna þessarar verslunar.

„Æjj þetta er besta Bónusbúðin,“ segir einn. „Langbesta búðin,“ segir annar og „Það verður slæmt að missa þessa verslun,“ segir sá þriðji.

„Besta búðin og leitt að þið séuð að missa húsnæðið. Íbúar Grafarvogs, Úlfarársdals og Grafarholts eiga eftir að sakna hennar,“ segir enn einn sem tjáir sig um lokunina.

Af umræðunum af dæma hefur þessi verslun verið í miklu uppáhaldi hjá fólki á svæðinu og þá er kvartað undan aðkomu og fáum bílastæðum við nýja verslun Bónuss í Mosfellsbæ, auk þess sem talað er um að verslunin í Spönginni þurfi á upplyftingu að halda.

Ekki náðist í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, við vinnslu fréttarinnar.

Frá verslun Bónuss á Korputorgi fyrr í dag. Aðsend mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“