fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Staðan skýrist á næstu dögum – „Þá held ég að við eigum bara að ganga um í þessu landi eins og við gerðum fyrir þessa farsótt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 21:03

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá held ég að við eigum bara að ganga um í þessu landi eins og við gerðum fyrir þessa farsótt,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar, við þeirri spurningu RÚV hvernig rétt að haga málum ef í ljós kemur að fáir veikist alvarlega af COVID-19. Sex eru nú á sjúkrahúsi með sjúkdóminn og vonir eru bundnar við að bóluefni veiti vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum Delta-afbrigðisins.

„Ég held við hljótum að halda svolítið höndum um gamalmennin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en ef mjög fáir verða mjög illa lasnir eftir svona viku þá er að minnsta kosti ástæða til að endurskoða mjög grannt hvernig við ætlum að beita sóttvörnum í landinu,“ segir Kári.

Kári segir að hann hefði kosið að við hefðum ekki hætt að skima þá sem koma bólusettir inn í landið og hann hefði kannski viljað fresta því um einn mánuð að opna landamærin en samt hafi verið allt í lagi að gera þetta svona. Hann áfellist ekki ríkisstjórnina fyrir hennar framgöngu.

„Ég held að það hafi samt verið allt í lagi að gera þetta með þessum hætti. Ég held að þessi tilraun sem er í gangi núna skipti miklu máli og ég held að það sé mjög erfitt að komast að skynsamlegri niðurstöðu án þess að hafa þau gögn sem verða til núna á næstu dögum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“