fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sögð hafa tálmað barnsföður sinn í tvö ár – Verður dregin fyrir dóm í haust

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 17:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir að hafa tálmað barnsföður sinn, en þau fóru með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum tveimur.

Í ákærunni segir að konan hafi framið sifskaparbrot, með því að hafa tekið börnin án leyfis mannsins og haldið þeim frá honum í um tvö ár, frá 12. júní 2019 til 3. júní 2021. Fram kemur að börnin hafi verið með skráð lögheimili heima hjá föður sínum.

Er konan ákærð fyrir brot gegn tálmunarákvæði hegningarlaga, en þar segir: „Hver sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðila valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.“

Héraðssaksóknari krefst þess í ákærunni að konunni verði gert að sæta refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefst faðirinn fyrir hönd ólögráða barna sinna að móðir barnanna greiði hvoru barni 1,8 milljónir í bætur auk málskostnaðar og þóknunar réttargæslumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar