fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Víðir vonsvikinn: „Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 11:57

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, er vonsvikinn og segir að staðan sé alvarleg í kjölfar þess að fréttir bárust af því að 56 einstaklingar hafi greinst með Covid-19 hér innanlands í gær. Þetta kemur fram í samtali hans við Fréttablaðið.

„Þett­a eru gríð­ar­leg­a háar töl­ur. Þett­a er það sem við erum að sjá, þró­un­in­a verð­a svon­a. Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u, það eru eng­ar tak­mark­an­ir í gang­i og ból­u­setn­ing­arn­ar eins og við sjá­um virk­a bara að hlut­a til. Með­an að þett­a er svon­a má bú­ast við þess­um töl­um á­fram,“ seg­ir Víð­ir í samtali við Fréttablaðið.

Þá ræðir hann um Verslunarmannahelgina sem nálgast óðfluga en eins og flestir vita er það ein stærsta, ef ekki stærsta ferðahelgi ársins. Víðir segir að núna sé aðallega verið að beina tilmælum til fólks, því sagt að hugsa sinn gang og fara varlega. „Við vit­um alveg hvað það er sem gagn­ast vel, að fólk pass­i sig og sé ekki að hitt­ast í of stór­um hóp­um og ann­að slíkt. Það er það sem hef­ur gagn­ast vel í bar­átt­unn­i hing­að til,“ segir Víðir.

Víðir var þá spurður hvort það sé til skoðunar að setja sérstakar ráðstafanir vegna fjölda smita, eins og til dæmis svæðisbundnar takmarkanir. „Það er bara það sem menn þurf­a að hafa í huga núna, hvern­ig þeir hegð­a sér og hvað menn gera, það er það sem skipt­ir öllu máli í þess­u. Ekki end­i­leg­a hvað­a regl­ur eru sett­ar.“

Að lokum segir Víðir að staðan í dag valdi vonbrigðum. „Þett­a er langt frá því að vera það sem við átt­um von á. Það eru von­brigð­i að ból­u­setn­ing­arn­ar séu ekki að virk­a bet­ur en þett­a, ég held að all­ir hafi reikn­að með því að þær mynd­u koma í veg fyr­ir svon­a hlut­i. Við átt­um alveg von á því að einn og einn mynd­i smit­ast en svon­a stór og ný bylgj­a er ekki það sem neinn átti von á held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“
Fréttir
Í gær

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“
Fréttir
Í gær

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“
Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker