fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Víðir vonsvikinn: „Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 11:57

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, er vonsvikinn og segir að staðan sé alvarleg í kjölfar þess að fréttir bárust af því að 56 einstaklingar hafi greinst með Covid-19 hér innanlands í gær. Þetta kemur fram í samtali hans við Fréttablaðið.

„Þett­a eru gríð­ar­leg­a háar töl­ur. Þett­a er það sem við erum að sjá, þró­un­in­a verð­a svon­a. Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u, það eru eng­ar tak­mark­an­ir í gang­i og ból­u­setn­ing­arn­ar eins og við sjá­um virk­a bara að hlut­a til. Með­an að þett­a er svon­a má bú­ast við þess­um töl­um á­fram,“ seg­ir Víð­ir í samtali við Fréttablaðið.

Þá ræðir hann um Verslunarmannahelgina sem nálgast óðfluga en eins og flestir vita er það ein stærsta, ef ekki stærsta ferðahelgi ársins. Víðir segir að núna sé aðallega verið að beina tilmælum til fólks, því sagt að hugsa sinn gang og fara varlega. „Við vit­um alveg hvað það er sem gagn­ast vel, að fólk pass­i sig og sé ekki að hitt­ast í of stór­um hóp­um og ann­að slíkt. Það er það sem hef­ur gagn­ast vel í bar­átt­unn­i hing­að til,“ segir Víðir.

Víðir var þá spurður hvort það sé til skoðunar að setja sérstakar ráðstafanir vegna fjölda smita, eins og til dæmis svæðisbundnar takmarkanir. „Það er bara það sem menn þurf­a að hafa í huga núna, hvern­ig þeir hegð­a sér og hvað menn gera, það er það sem skipt­ir öllu máli í þess­u. Ekki end­i­leg­a hvað­a regl­ur eru sett­ar.“

Að lokum segir Víðir að staðan í dag valdi vonbrigðum. „Þett­a er langt frá því að vera það sem við átt­um von á. Það eru von­brigð­i að ból­u­setn­ing­arn­ar séu ekki að virk­a bet­ur en þett­a, ég held að all­ir hafi reikn­að með því að þær mynd­u koma í veg fyr­ir svon­a hlut­i. Við átt­um alveg von á því að einn og einn mynd­i smit­ast en svon­a stór og ný bylgj­a er ekki það sem neinn átti von á held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar