fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Benedikt Lafleur fór með lögmannsskuld fyrir dóm og tapaði – Skuldin tvöfaldaðist

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 17:30

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Benedikt Lafleur Sigurðsson, sundkappa með meiru, til þess að gera upp skuld sína við lögmannsstofuna E. S. Legal ehf. Skuldin var tilkomin vegna sölu á fasteign í Reykjavík. Benedikt taldi sig hins vegar ekki þurfa að greiða kröfu lögmannsstofunnar og endaði málið því fyrir dómi.

Benedikt réð lögmannsstofuna til þess að annast, sem fyrr segir, sölu á fasteign í Reykjavík sem var í hans eigu. Lögmaður Benedikts skilaði því næst tímaskýrslu til Benedikts samhliða reikning upp á 296.360 krónur með virðisaukaskatti þann 27. október. Umsamið tímagjald nam 23.900 krónum á klukkustund auk 24% virðisaukaskatts. Reikningurinn var enn ógreiddur í lok árs en þá bauð lögmannsstofan honum að greiða fyrir 5 klukkustunda vinnu, eða samtals 148.180 krónum.

Benedikt hafnaði því tilboði.

Lögmannsstofan höfðaði því næst mál á hendur fyrrum skjólstæðingi sínum, Benedikt Lafleur, og krafðist greiðslu skuldarinnar. Benedikt varði sig sjálfur fyrir dómi.

Fyrir dómi þótti sannað að Benedikt hefði stofnað til samnings og lofað að greiða lögmannsstofunni samkvæmt þeim samningi. Var Benedikt því gert að greiða upphaflegu skuldina, 296.360 krónurnar, í heilu lagi auk þess sem hann þarf að greiða kostnað lögmannsstofunnar vegna höfðunar málsins, eða 375.000 krónur.

Samtals er reikningurinn hans Benedikts því nú kominn upp í 671.360 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“