fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Ingó mun lögsækja – „Þetta er komið út í ógeðslega hluti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júlí 2021 16:28

Ingólfur Þórarinsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverja tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, öðru nafni Ingó Veðurguð, mun lögsækja vegna birtingar ásakana á hendur honum og þeirrar ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum að rifta samningi við hann um að stýra brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum.

Í stuttu spjalli við DV segir Ingó að verið sé að fara yfir málin og ekki liggi fyrir á þessari stundu hverjir eigi eftir að fá stefnu frá honum. „Ég er að fara yfir þetta allt saman,“ segir Ingó.

Ekki liggur fyrir hvort Ingó lögsækir þjóðhátíðarnefnd fyrir að rifta samningnum um brekkusönginn. Því má slá föstu að einhverjir aðilar eigi yfir höfði sér meiðyrðamál vegna skrifa um Ingó á netinu undanfarna daga.

Um síðustu helgi birti baráttuhópurinn Öfgar síðan 20 nafnlausar reynslusögur þar sem Ingólfur er sakaður um allt frá óviðeigandi orðfæri upp í þráláta áreitni og upp í eitthvað sem gæti flokkast undir nauðganir. Tanja Ísfjörð hefur verið mest áberandi talsmaður hópsins og hún deildi hlekk á TikTok-myndbönd með frásögnunum á Twitter um helgina.

Skömmu eftir Twitter-fræðslu Tönju höfðu flestir netmiðlar birt fréttir um ásakanirnar. Sú spurning er áleitin hvort Ingólfur fari í mál við fjölmiðlana og þá hvort hann lögsæki alla fjölmiðla sem birtu fréttir um málið eða bara suma, þá væntanlega allt eftir framsetningu þeirra á efninu.

„Ég stend þetta af mér“

Ljóst er að Ingólfur er ekki bugaður maður þrátt fyrir þessa ágjöf en DV freistaði þess að fá að vita hvernig söngvaranum líður í þessum stormi mitt í hlýindum sumarsins. „Ég stend þetta af mér og fer alla leið með þetta. Þetta er komið út í ógeðslega hluti,“ segir Ingó.

Í viðtali við  Vísir.is segist Ingó vera mjög ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar: „Ég er ósátt­ur við þessa ákvörðun en mun sækja all­an minn rétt gagn­vart þessu öllu, af full­um þunga.“ Hann segir ennfremur: „Ég hyggst spila öll mín gigg áfram og vinna mína vinnu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“