fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Sveitarfélögum óheimilt að setja gjald á nagladekk

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. júní síðastliðinn samþykkti aðalfundur Landverndar ályktun um að gjaldskylda verði tekin upp fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. Skoraði Landvernd á sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að taka upp gjaldskyldu fyrir nagladekk. Það geta þau hins vegar ekki gert því þau hafa ekki heimild til þess samkvæmt umferðarlögum. Valdið liggur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að í skriflegu svari Þórmundar Jónatanssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, komi fram að árið 2019 hafi komi til álita að veita sveitarfélögum sérstaka heimild til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Athugasemdir hafi komið fram við þetta í samráðsgátt stjórnvalda og því var ákvæðið ekki í frumvarpinu. Hann sagði jafnframt að ekki sé verið að skoða breytingar í þessa átt hjá ráðuneytinu um þessar mundir.

Morgunblaðið segir að í ályktun Landverndar komi fram að rót svifryksvandans sé nagladekk og að tímatakmarkanir á notkun þeirra hafi ekki skilað sér í minni notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum