fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Veitingastaðir og barir byrja að rukka fyrir plastumbúðir í byrjun júlí

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 09:00

PLA smoothieglös.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. júlí taka nýjar reglur gildi sem gera að verkum að sölustaðir mega ekki lengur láta viðskiptavini fá ókeypis einnota plastílát undir mat sem er tekinn með heim og verða þeir að rukka viðskiptavini fyrir slíkar umbúðir. Þetta á við um allt plast, líka svokallað lífplast, PLA, og flokkast í lífrænt eða almennt rusl.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að söluaðilar geti sjálfir ákveðið hvaða gjald þeir rukka fyrir umbúðirnar. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði að hvert fyrirtæki geti ákveðið það gjald sjálft. „Það er ekkert verð tiltekið í lögunum þannig að veitingastaðurinn getur ákveðið hvað það eigi að kosta. Það verður spennandi að sjá hvað sölustaðir ákveða að gera. Þau geta ákveðið að setja verð sem er sambærilegt annarri verðlagningu ef þau eru með innkaupakostnað sem þau leggja ofan á. Svo geta þau ákveðið að leggja hátt gjald og þannig reynt að fæla viðskiptavini frá því að nota einnota mál. Sem er jákvætt fyrir umhverfið en neytendur verða kannski ekki hrifnir. Sölustaðir geta líka sett undirverð ef þau vilja ekki að það fæli frá og svo geta staðir að lokum nýtt tækifærið til að hækka verð á vörum sem þeir eru að selja,“ er haft eftir henni.

Hún sagði einnig að mikilvægt sé að fyrirtæki uppfæri verðskrár sínar og kassakerfi þannig að neytendur geti séð hvað varan kostar ef fólk kemur með eigin ílát, ef boðið er upp á þann möguleika, og hvað hún kostar ef hún er afgreidd í plastíláti. „Mér finnst mikilvægt að veitingastaðir viti af þessu. Það þarf að undirbúa kassakerfið og vera með möguleikann þar. Svo þarf þetta auðvitað að koma fram á kassakvittunum auk þess sem það þarf mögulega í einhverjum tilfellum að breyta matseðlum og verðskrá,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að það skipti ekki máli hversu lítið ílátið sé, það þurfi að rukka fyrir það ef það er úr plasti. Hún nefndi sem dæmi kokteilsósu sem er afgreidd í pappadollu sem er með plastloki. Þá þarf að greiða fyrir lokið. Hún sagði aðalatriðið vera að neytendur hugsi notkun sína á einnota ílátum upp á nýtt og komi með sín eigin þar sem það er í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala