fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kattaeigendur láta Snævarr heyra það eftir að hann birti þessa færslu – „Maðurinn er bara heimskur fáviti“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 20:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snævarr Örn Georgsson umhverfisverkfræðingur vakti fyrr í þessum mánuði mikla athygli fyrir pistil sinn í Vikublaðinu þar sem hann talaði gegn lausagöngu katta. Snævarr birti í gær færslu í Facebook-hóp íbúa í Lunda- og Gerðahverfis á Akureyri sem vakti mikla reiði meðal kattareigenda

„Um daginn skrifaði ég grein um lausagöngu katta og auðvitað haga örlögin því þannig að í dag voru tveir ókunnugir og ómerktir lausagöngukettir búnir að gera sig heimakomna heima hjá mér og meðal annars uppi í rúmi. Kettirnir voru heppnir að við fundum þá á undan hundinum okkar,“ skrifar Snævarr í færslunni sem um ræðir.

„Annar slapp aftur út (og tókst að skemma gardínurnar í leiðinni þegar hann klifraði upp þær) en hinn er í öruggu haldi,“ segir Snævarr svo og bætir við að eigandi kattarins gæti vitjað hans. „Ekki láta mig finna köttinn ykkar aftur inni hjá mér, þetta er í eina og síðasta sinn sem ég skrifa svona póst og skila meindýri sem kemur inn til mín.“

„Maðurinn er bara heimskur fáviti“

Kisukot – kattaaðstoð á Akureyri deildi skjáskoti af færslu Snævarrs á Facebook-síðu sinni í gær en færslan hefur ollið mikilli úlfúð. „Ef eigandi þessarar kisu er hérna þá endilega sækið kisuna,“ sagði Kisukot í færslunni en í athugasemdunum hafa sprottið upp miklar umræður um lausagöngu katta. Þá er mikill fjöldi fólks sem eys úr skálum reiði sinnar yfir Snævarr fyrir færsluna.

„Ógeðslegt innrætið í þessum náunga,“ segir til að mynda kona nokkur í einni athugasemd. „Maðurinn er bara heimskur fáviti,“ segir síðan maður nokkur í annarri athugasemd. „Þvílíkur aumingi,“ segir síðan enn annar.

Önnur kona veltir því svo fyrir sér hvaðan þessi gremja gagnvart köttum kemur. „Hvenær datt það úr tísku að vera dýravinur? Hvaðan kemur þessi gremja? Sakleysingjar sem skilja ekki manngerðar reglur en eiga að hlýða þeim hvort sem það er þeim til góða eða ekki.“

„Dýrafangarinn hefur margoft labbað framhjá húsinu mínu“

Eigandi kattanna tekur einnig til máls í athugasemdunum. Þetta eru mínir kettir, þau heita Freyja og Rango og við búum í sömu götu og dýrafangarinn. Þetta er lítil gata og í þessarri götu eru sjö hús, það er eitt hús á milli okkar,“ segir eigandinn.

„Íbúar götunnar vita hvar kettirnir búa því þeir leika sér á hverjum degi í götunni. Þeir eru lausir á daginn en eru inni á næturnar, ég kalla á þá inn á hverju kvöldi eins og nágrannar mínir hafa orðið varir við. Bæði eru þau örmerkt. Dýrafangarinn hefur margoft labbað framhjá húsinu mínu með hundinn sinn og veit vel hvar kötturinn býr sem hann hélt föngum í alla nótt.“

Lætur fúkyrðin ekki á sig fá

Í samtali við DV segir Snævarr að hann sé búinn að sleppa kisunni. „Ég er löngu búinn að sleppa kisunni. Ég var nú bara að reyna að vekja athygli á því hvað kattaeigendur komast upp með allt og þurfa ekki að bera ábyrgð á neinu sem dýrið þeirra gerir,“ segir hann. „Þeir koma inn til fólks, skíta, skemma, bara allur pakkinn.“

Hann lætur fúkyrðin ekki á sig fá og bendir á þá sem eru sammála honum. „Það eru ekki allir að hrauna yfir mig. Þetta eru bara kattaeigendur sem eru skíthræddir um að þurfa að fara að hugsa og taka ábyrgð á dýrunum sínum. Ég er búinn að fá helling af stuðningi frá fólki sem er alveg sammála mér,“ segir hann.

„Skoðanakannanir sína að meirihluti fólks vill banna lausagöngu en það þorir enginn að segja neitt því um leið og einhver segir eitthvað um ketti þá verða kattaeigendur alveg brjálaðir á internetinu og hakka fólk í sig.“

„Persónuárásir og svívirðingar“

Snævarr segist ekki hafa neitt á móti köttum þar sem þeir báðu ekki um að vera settir á þessa eyju. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann myndi aldrei meiða ketti eða neitt því um líkt. Hann segir vandamálið liggja hjá eigendum kattanna. „Þeir eru aldrei með nein rök, það er bara farið strax í persónuárásir og svívirðingar. Þess vegna hefur aldrei neinn þorað að segja neitt eða nennt að takast á við þetta kattalið,“ segir hann.

„Fólk var eitthvað að halda að ég myndi gera eitthvað við köttinn. Ég hef ekkert á móti kettinum. Hann er bara eins og hann er og hann getur ekkert að því gert. Kötturinn fékk vatn og ég er löngu búinn að sleppa honum. Ég bara sagði fólki það ekki af því ég var bara að reyna að vekja það til umhugsunar um það hver ábyrgð kattaeigenda væri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum