fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 14:30

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var á miðvikudag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í stigagangi í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Þolandi árásarinnar var kærasti barnsmóður árásarmannsins. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, en hann hafði á sér mikið magn fíkniefna.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað um nótt í febrúar 2019. Í dómnum er aðkomu lögreglu og vettvangi lýst. Blóðslettur hafi verið á veggjum og gólfteppi. Þegar lögreglu bar að garði hafi brotaþoli setið ofan á geranda sínum. Þolandinn var blóðugur. Hann hafi greint lögreglu frá því að þeir tveir höfðu rifist áður en kom til handalögmála.

Árásarmaðurinn játaði verknaðinn og viðurkenndi að hafa notað dekkjasíl sem vopn. Veitti hann þolandanum áverka með umræddum dekkjasíl, en maðurinn var með áverka á höfði, skurð yfir hægri augabrún er virtist djúpur og skurð yfir vinstra eyra. Á miðju baki hans var ferningslaga stungusár, auk skurðar við herðablað, um þrír til fjórir sentimetrar að lengd.

Í dómnum kemur fram að árásarmaðurinn hafi ekki komið á staðinn til þess að veitast að að brotaþola heldur til að hitta barnsmóður sína. Hann hélt því fram að hún hafi óskað eftir því að hann kæmi í heimsókn þetta kvöld, en sjálfur hafi hann ekki haft áhuga á því vegna þess að hann taldi kærasta hennar, brotaþolann, vera illa við sig. Á endanum hafi hann þó ákveðið að láta sjá sig, en taldi kærastann ekki vera viðstaddan.

Árásarmaðurinn segist hafa hringt dyrasímanum, talað stuttlega í hann, svo heyrt skruðninga, en svo hafi verið opnað fyrir honum. Þá hafi hann heyrt „þung skref þegar einhver hljóp niður“ og stressast og falið sig undir stiganum í stigaganginum. Hann segir þó að brotaþolinn hafi fljótlega fundið sig og sagt við hann: „Þú ert ekki að fara að hafa samband við [barnsmóðurina] aftur,“ og svo slegið hann í andlitið.

Vitnisburður brotaþola var ekki í samræmi við það sem árásarmaðurinn sagði. Hann hélt því til að mynda fram að árásarmaðurinn hefði slegið fyrsta höggið og að sjálfur hafi hann fyrst og fremst reynt að verja sig og stöðva manninn. Engin vitni voru að samskiptum þeirra, en í dómnum kemur fram að framburður brotaþola hafi verið metinn trúverðugur.

Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða brotaþola 400 þúsund krón­ur í bæt­ur.

 

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins