fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Hæstiréttur harmar skelfileg mistök – Birtu nafn stúlku sem tveir menn nauðguðu

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 16. júní 2021 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafn ungrar konu sem var nauðgað af tveimur mönnum var fyrir mistök birt á vef Hæstaréttar Íslands í dag.

Um er að ræða birtingu dóms í máli þar sem tveir karlmenn voru dæmdir í þriggja og hálfs árs fangelsi hvor fyrir að nauðga sextán ára stúlku.

„Starfsmenn Hæstaréttar eru afskaplega miður sín yfir mistökunum sem urðu og harma þau mjög,“ segir í svari frá skrifstofustjóra Hæstaréttar til DV vegna málsins.

DV óskaði upplýsinga um hvort haft yrði samband við stúlkuna vegna þessa, hvaða verkferlar færu í gang við mistök sem þessi og hversu oft það gerðist að jafnaði árlega að nöfn brotaþola birtust fyrir mistök á vef Hæstaréttar.

Dómurinn var birtur á vef dómstólsins klukkan 14:30 í dag og er áætlað að nafn brotaþola hafi verið í birtingu í örfáar mínútur áður en starfsmaður sem sá um birtingu áttaði sig á mistökunum og tók hann út.

Hér meðfylgjandi er skjáskot af vef Hæstaréttar þar sem DV hefur máð út nafn stúlkunnar, sem og skjáskot af nýrri útgáfu dómsins á vef dómstólsins.

Í svari frá Hæstarétti segir að þegar í stað hafi verið haft samband við réttargæslumann brotaþola, hann upplýstur um mistökin og brotaþoli beðinn afsökunar á þessum mistökum.

Persónuverndarfulltrúi dómstólanna hefur verið upplýstur um málið og mun Hæstiréttur tilkynna um öryggisbrest til Persónuverndar.

Ekki fengust svör við því hversu oft mistök sem þessi gerast að jafnaði en ljóst er að það er afar alvarlegt að birta nafn brotaþola með þessum hætti.

DV spurði ennfremur hvort brotaþoli gæti átt einhvers konar bótakröfu á hendur Hæstarétti vegna þessa en það liggur ekki fyrir.

Hér er nánar fjallað um dóminn sem féll í dag:

Hæstiréttur þyngir nauðgunardóm yfir tveimur karlmönnum – „Gat þeim ekki dulist að um barn væri að ræða“ – Stúlkan fraus við nauðganirnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“