fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Skortur á samgönguleiðum hrekur íbúa úr Urriðaholti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 09:00

Urriðaholtshverfi hefur byggst hratt upp. Mynd:gardabaer.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Urriðaholtshverfi í Garðabæ er skilgreint sem umhverfisvænt hverfi en þrátt fyrir það hafa foreldrar séð sig tilneydda til að aka börnum sínum í skóla og frístundastarf. Strætisvagnaferðir þykja bágbornar og eina leiðin út úr hverfinu er yfir stór gatnamót þar sem banaslys varð nýlega.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að rúmlega 170 íbúar í hverfinu hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem betri samgangna er krafist. Snýst krafa íbúanna bæði um strætisvagnaferðir og göngu- og hjólastíga inn og út úr hverfinu.

Dæmi eru sögð um að íbúar hafi í hyggju að flytja úr hverfinu vegna slæmra samgangna. „Eina leiðin til að komast inn í Garðabæ er yfir þessi gatnamót hjá Kauptúni. Það eru engin undirgöng undir Reykjanesbrautina nema langt í burtu, hjá Vífilsstöðum,“ er haft eftir Heiðrúnu Sigurðardóttur, sem stóð að undirskriftasöfnuninni.

Nú búa rúmlega tvö þúsund manns í hverfinu en þar munu tæplega fimm þúsund manns búa þegar það verður fullbyggt. Fyrir tveimur árum tók Urriðaholtsskóli til starfa og þá var kennt í 1. til 4. bekk. Einum bekk er bætt við á ári og því var kennt í 1. til 6. bekk í vetur. Flestir eldri nemendur eru í Garðaskóla en sumir eru í Sjálandsskóla. Þurfa þeir að fara langa leið og yfir hættuleg gatnamót á leið sinni í skóla og frístundastarf en ekkert slíkt er í boði í Urriðaholti eins og er.

Eina leiðin er yfir fyrrgreind gatnamót og er haft eftir Heiðrúnu að fólk aki mjög hratt þar og í Hraununum hinum megin við þau. Gangandi vegfarandi á áttræðisaldri varð fyrir bíl þarna í febrúar og lést.

Strætisvagn ekur aðeins í hverfið á háannatímum á morgnana og síðdegis og á hálftíma fresti. Þess á milli eru ferðir á klukkustundarfresti en bara ef búið er að panta með hálftíma fyrirvara. Ekur sá vagn í Ásgarð. Íbúarnir vilja fá reglulegri og betri ferðir strætisvagna inn í hverfið.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“