fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Úrslitabardagi McGregor og Poirier á Viaplay

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 10:17

Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn mesti rígur í UFC heiminum verður útkljáður 10. júlí þegar Conor „The Notorious“ McGregor og Dustin Poirier mætast í þriðja sinn og nú í úrslitabardaga, sem verður eingöngu sýndur í beinni á Viaplay PPV.

Fyrstu viðureign þeirra árið 2014 lauk með sannfærandi sigriMcGregors í fyrstu lotu. Þegar þeir mættust aftur fyrr á þessu ári sneri Poirier taflinu sér í vil með því að leggja írsku stórstjörnuna í annarri lotu.

Og nú verður það útkljáð í eitt skipti fyrir öll, á UFC 264 í Las Vegas. Það er mikið í húfi, ekki aðeins orðstír kappanna tveggja. „Ekki síst fyrir Conor. Hann þarf að sigra til að halda sínum sessi sem ofurstjarna íþróttarinnar,“ segir Magnus „Jycken“ Cedenblad, MMA-sérfræðingur hjá NENT Group.

Þökk sé blöndu af persónutöfrum og grjóthörðum hnefum þá hefur McGregor verið ein skærasta stjarnan í UFC undanfarin ár.

Fyrr á þessu ári var hann útnefndur tekjuhæsti íþróttamaður heims í öllum flokkum af Forbes, en hann vann sér inn u.þ.b. 22 milljarða íslenskra króna frá maí 2020 til maí 2021. Stærstur hluti teknanna kemur til vegna sölu á viskívörumerki sem var í meirihlutaeigu hans.

En spurningin er hvort Conor McGregor sé orðinn betri viðskiptamaður en bardagakappi um þessar mundir? Hann hefur aðeins unnið einn bardaga síðan 2016. „Conor lifir í vellystingum og peningar breyta fólki. En kannski hefur síðasti ósigur kallað „gamla“ Conor fram á nýjan leik? Tækifærið til að ná fram hefndum gæti verið neistinn sem hann þarf,“ segir Cedenblad.

„Til að eiga möguleika á að vinna þriðju viðureignina þarf McGregor að leggja bardagann rétt upp. Hann þarf fyrst og fremst að finna leið til að verjast lágspörkum Poiriers sem gerðu útslagið í síðustu viðureign þeirra. Það verður mjög spennandi að sjá hvor þeirra hefur unnið heimavinnuna sína betur í þetta skiptið,“ segir Cedenblad ennfremur.

UFC 264: Poirier vs McGregor III verður aðalbardaginn á UFC 264, sem verður gerður aðgengilegur sem Pay-Per-View á 6.990 kr.

NENT Group mun halda áfram að sýna flesta UFC-viðburði sem hluta af hefðbundinni íþróttaáskrift, á meðan sérstakt minna úrval verður í boði sem PPV.

Yfirstandandi og komandi PPV-viðburði má sjá á viaplay.is/ppv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi