fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Merkilegur og sögulegur íslenskur fáni á uppboði í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 06:59

Þetta er merkur fáni. Mynd:Bruun Rasmussen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska uppboðshúsið Bruun Rasmussen er nú með merkan og sögulegan íslenskan fána á uppboði. Því lýkur þann 07. júní en nú þegar er hægt að bjóða í fánann á netinu. Ekki kemur fram í uppboðslýsingu hver seljandinn er.

Fáninn er 131×188 cm og er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, en hann staðfesti einmitt lög númer 34/1944 um notkun þjóðfánans en þau eru enn í gildi en breytingar hafa þó verið gerðar á þeim í gegnum áratugina.

Á heimasíðu Bruun Rasmussen kemur fram að vitað sé að tveir fánar, áritaðir af Sveini Björnssyni, séu til og hér sé annar þeirra boðinn til sölu. Sveinn áritaði fánann og gaf á uppboð sem var haldið til styrktar hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni.

Fáninn er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. Mynd:Bruun Rasmussen

Uppboðinu lýkur um klukkan 16.40 að íslenskum tíma næsta mánudag. Sérfræðingar uppboðshússins telja fáninn muni seljast á sem nemur um 300.000 til 400.000 íslenskum krónum. Upphafsboð er sem nemur um 200.000 íslenskum krónum. Ekkert boð var komið í fánann þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Í gær

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Í gær

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester
Fréttir
Í gær

Hanna Birna: Svartur dagur í dag – „Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks“

Hanna Birna: Svartur dagur í dag – „Það má spara í mörgu en ekki lífsgæðum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjuggu til lífvænlegt egg úr húðfrumu einstaklings

Bjuggu til lífvænlegt egg úr húðfrumu einstaklings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“