fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Íslensk kona sem kvartað var yfir til Airbnb segir Ísraelsmanninn hafa verið ofstækisfullan – „Jós yfir mig óbótaskömmum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 22:37

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ástæðulaust velta sér upp úr þessu. Þetta er fyrst og fremst ofboðslega frekja í Ísraelsmönnum og þeir eru að reyna að gera sig að einhverjum píslarvottum,“ segir kona sem rataði í fréttir í ísraelska miðlinum Jerusalem Post og á mbl.is fyrr í kvöld vegna samskipta hennar við Ísraelsmann sem bókaði hjá henni gistingu nýlega í sjálfvirkri bókun.

Eins og mbl.is greinir frá rann bókunarósk mannsins í gegn en konan sendi honum eftirfarandi skilaboð: „Nú hefur mikið verið fjallað um Ísrael í fjölmiðlum og grimmd þeirra gagnvart börnum. Hvað segir þú um þetta? Heldur þú að allar dyr Íslands standi þér opnar?“

Konan segir í stuttu viðtali við DV að maðurinn hafi brugðist við þessari spurningu hennar með mjög ofsafengnum hætti. DV spurði þá hvort hún teldi rétt að blanda pólitík inn í samskipti sín við ferðamenn. Hún hugsaði sig um og sagði: „Það er alveg spurning hvað maður á að ganga langt í því að vera allra þjónn.“

Hún segist vera miður sín yfir þeim átökum sem áttu sér stað á Gaza-svæðinu fyrir skömmu þar sem Ísraelsmenn gerðu harðar loftárásir sem kostuðu meðal annars börn lífið. „Ef hann hefði sagt að hann væri ekki sáttur við þetta framferði þá hefði allt verið í lagi. En hann brást alveg rosalega hart við og jós yfir mig óbótaskömmum eins og ég hefði kveikt í púðurtunnu. Og þá vissi ég að það var rétt af mér að spyrja hann að þessu,“ segir konan, sem upplifði þennan mann sem ofstækismann. „Hann fékk líka vini sína til að panta hjá mér og hella yfir mig alls konar óþverra,“ segir hún. „Mér fannst þetta framferði einkennast af ofstæki,“ bætir hún við.

Í frétt mbl.is segir að konan hafi fengið áminningu frá Airbnb vegna þessara samskipta. Þessi áminning mun vera væg, fremur eins og ábending, og hún segist ekki vita hvort hún hafi fengið hana vegna samskipta við Ísraelsmanninn eða annan ferðamann sem vildi fá tveir fyrir einn tilboð og hún lenti í lítilsháttar samskiptaerfiðleikum við, þar sem illa gekk að fá manninn til að senda fullnægjandi upplýsingar.

Þá segir hún alrangt sem segir í frétt Jerusalem Post um málið að hún hafi sparkað manninum út vegna tengsla við Ísrael. Það komi skýrt fram í fréttum um málið að hann hafi afbókað sig. Hún hafi aldrei meinað honum um gistingu.

Konan frábiður sér ásakanir um gyðingahatur, hún segist eingöngu vera að vísa til nýlegra atburða á Gaza-svæðinu þar sem tugir barna létu lífið og önnur eru limlest eftir sprengjuregnið. Hún sjái ekkert athugavert við að spyrja ísraelska ferðamenn hvort þeir styðji þetta blóðbað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi