fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Svikahrappar höfðu 100 milljónir af Íslendingi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur netsvindl af ýmsu tagi færst í aukana og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Íslendingur tapaði tæpum hundrað milljónum í samskiptum sínum við svikahrappa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Daða Gunnarssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann annast rannsóknir á netbrotum. „Þetta eru stórar upphæðir. Einstaklingar hafa verið að tapa allt frá 250 evrum, sem eru lægstu upphæðir sem maður hefur heyrt, og svo allt að hundrað milljónum króna,“ sagði hann.

Hann sagði að lögreglan væri að rannsaka mál þar sem einstaklingur hafi tapað 97 milljónum í samskiptum við svikahrappa á netinu. Haft er eftir Daða að svindlið sé ekki einskorðað við eldra fólk þó það sé líklegra en aðrir til að tapa háum fjárhæðum. „Það er allur gangur á þessu. Við erum til dæmis að sjá yngra fólk falla fyrir Bitcoin-svindli. Þú kaupir Bitcoin í gegnum löglegan aðila og lætur síðan þriðja aðila fá rafmyntina í von um skjótan gróða. Það sem við höfum bent á er þessi skjóti gróði. Ef það hljómar of gott til að vera satt er það oftast þannig,“ sagði hann.

Hann sagði að einnig hafi færst í vöxt að fjárfestingasvindli sé beint að fólki. Í því felst að í auglýsingum sé vísað til frægra íslenskra fjárfesta eins og Jóns Ásgeirs eða Björgólfs Thors og fólki boðið að græða „milljarða eins og þeir“. Fólk fjárfestir í þessu og getur fylgst með meintum gróða sínum en þegar kemur að því að fá peningana aftur loka svikahrapparnir á það að sögn Daða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans