fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Grímuklæddir menn réðust inn á Gríska húsið – Barsmíðar og skemmdarverk – Sérsveitin kom á vettvang

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 18:00

Aðsend mynd. Eins og sést er rúðan mölbrotin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV réðust 3-4 grímuklæddir menn inn á veitingahúsið Gríska húsið við Laugaveg í gær, börðu starfsmenn og létu ófriðlega. Samkvæmt sömu heimildum veittu starfsmenn harða mótspyrnu. Lögregla og sérsveit komu á vettvang.

Atvikið átti sér stað á sjötta tímanum í gær. Um nóttina var rúða á veitingastaðnum mölbrotin en ekki er vitað hvort þau skemmdarverk tengist innrásinni inn á staðinn.

Ólíklegt er talið að um ránsferð hafi verið að ræða en líklegra að þetta falli undir einhvers konar persónulegt uppgjör eða kúgunaraðgerðir.

DV fékk upplýsingar um málið um fimm-leytið í dag og hefur ekki tekist að fá upplýsingar hjá lögreglu þrátt fyrir tíðar símhringingar í yfirmenn á svæði Lögreglustöðvar 1. Ekki er því vitað um handtökur í málinu. Send hefur verið fyrirspurn á upplýsingasvið lögreglu sem verður líklega svarað á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum