fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Alma bólusett undir lófaklappi í stútfullri Laugardalshöll – Sjáðu myndirnar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 10:59

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller bættist í dag í hóp fjórðungs Íslendinga sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af Covid-19 bóluefni. Hún fékk bóluefnið frá Pfizer. Klappað var fyrir Ölmu þegar hún mætti til bólusetningar í morgun, líkt og gert var fyrir kollega hennar úr þríeykinu, Þórólfi Guðnasyni, þegar hann var bólusettur.

Eins og þekkt er fékk Víðir Reynisson Covid í vetur og er því með ónæmi. Þríeykið allt hefur nú því ýmist verið bólusett eða smitast af sjúkdómnum.

Gríðarlegur fjöldi fólks er nú staddur í Laugardalshöllinni en þar fer bólusetning fram á höfuðborgarsvæðinu. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund einstaklinga á Íslandi í þessari viku. Líklegt er að 6.500 verði bólusettir með Jansen í vikunni, og verða þeir því fullbólusettir með fyrstu sprautu. 14 þúsund fá Pfizer, 15 þúsund AstraZeneca og 4 þúsund fá Moderna.

Af myndunum af svæðinu í dag má sjá röðina teygja sig vel út úr höllinni og upp með fram bílastæðum hallarinnar. Fyrr í dag setti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kort af bílastæðum á svæðinu inn á Facebook síðu sína og bað gesti hallarinnar í dag góðfúslega að nýta tækifærið og fá sér frekar göngutúr en að leggja ólöglega. Lögreglan hefur þó gefið það út að hún hyggist ekki sekta ökumenn bifreiða sem leggja ólöglega á svæðinu.

https://www.facebook.com/logreglan/posts/4116576368405880

Ernir Eyjólfsson fangaði myndirnar hér að neðan af stemningunni í höllinn í dag.

mynd/Ernir
mynd/Ernir
mynd/Ernir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi