fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Aðeins 4 smit utan sóttkvíar undanfarna viku – Engar tilslakanir segir Svandís

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 11:28

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar tilslakanir verða gerðar á takmörkunum vegna Covid-19 faraldursins í að minnsta kosti viku. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu nú rétt í þessu.

Óbreyttar reglur munu því gilda áfram fram í næstu viku.

Þetta var ákvörðun Svandísar að fenginni tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Ljóst er að ákvörðun Svandísar þykir varfærin, sér í lagi í ljósi þess að aðeins 4 smit hafa greinst utan sóttkvíar undanfarna viku auk þess sem vel gengur að bólusetja. Fjórðungur Íslendinga hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af Covid-19 bóluefni. Áætlað er að 40 þúsund sprautur verða gefnar í vikunni hér á landi. Þar á meðal 6.500 Jansen skammtar, en þeir sem hana fá eru fullbólusettir við fyrsta skammt. „Glatt á hjalla,“ segir Svandís um velgengnina.

Kom fram í máli Svandísar að fljótlega verði farið í að bólusetja þvert á aldurshópa til að ná hjarðónæmi sem allra fyrst en ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekið á næstu dögum. Markmið ríkisstjórnarinnar að bólusetja alla yfir sextán ára aldri fyrir lok júlí stendur enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs