fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Aðeins 4 smit utan sóttkvíar undanfarna viku – Engar tilslakanir segir Svandís

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 11:28

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar tilslakanir verða gerðar á takmörkunum vegna Covid-19 faraldursins í að minnsta kosti viku. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu nú rétt í þessu.

Óbreyttar reglur munu því gilda áfram fram í næstu viku.

Þetta var ákvörðun Svandísar að fenginni tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Ljóst er að ákvörðun Svandísar þykir varfærin, sér í lagi í ljósi þess að aðeins 4 smit hafa greinst utan sóttkvíar undanfarna viku auk þess sem vel gengur að bólusetja. Fjórðungur Íslendinga hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af Covid-19 bóluefni. Áætlað er að 40 þúsund sprautur verða gefnar í vikunni hér á landi. Þar á meðal 6.500 Jansen skammtar, en þeir sem hana fá eru fullbólusettir við fyrsta skammt. „Glatt á hjalla,“ segir Svandís um velgengnina.

Kom fram í máli Svandísar að fljótlega verði farið í að bólusetja þvert á aldurshópa til að ná hjarðónæmi sem allra fyrst en ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekið á næstu dögum. Markmið ríkisstjórnarinnar að bólusetja alla yfir sextán ára aldri fyrir lok júlí stendur enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Í gær

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár