fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Aðeins 4 smit utan sóttkvíar undanfarna viku – Engar tilslakanir segir Svandís

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 11:28

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar tilslakanir verða gerðar á takmörkunum vegna Covid-19 faraldursins í að minnsta kosti viku. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu nú rétt í þessu.

Óbreyttar reglur munu því gilda áfram fram í næstu viku.

Þetta var ákvörðun Svandísar að fenginni tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Ljóst er að ákvörðun Svandísar þykir varfærin, sér í lagi í ljósi þess að aðeins 4 smit hafa greinst utan sóttkvíar undanfarna viku auk þess sem vel gengur að bólusetja. Fjórðungur Íslendinga hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af Covid-19 bóluefni. Áætlað er að 40 þúsund sprautur verða gefnar í vikunni hér á landi. Þar á meðal 6.500 Jansen skammtar, en þeir sem hana fá eru fullbólusettir við fyrsta skammt. „Glatt á hjalla,“ segir Svandís um velgengnina.

Kom fram í máli Svandísar að fljótlega verði farið í að bólusetja þvert á aldurshópa til að ná hjarðónæmi sem allra fyrst en ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekið á næstu dögum. Markmið ríkisstjórnarinnar að bólusetja alla yfir sextán ára aldri fyrir lok júlí stendur enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“