fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Örlagarík ferð rafvirkja upp á háaloft endaði með hörmungum – Fær engar bætur

Heimir Hannesson
Mánudaginn 3. maí 2021 19:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur nú rétt fyrir helgi í máli manns gegn íslenska ríkinu og Sjóvá Almennum, en maðurinn krafðist bóta vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir er stigi sem hann stóð í brotnaði með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar. Var þar ríkið og tryggingafélag þess sýknað af kröfum mannsins.

Kemur fram í dómnum að maðurinn, sem var rafvirki, hafði verið í vinnu fyrir heilbrigðisstofnun í mars 2016 er stiginn rann undan honum með þeim afleiðingum að hann slasaðist nokkuð illa á hendi og öxl. Í matsgerð læknis kemur fram að maðurinn hafi við fallið hlotið liðhlaup í öxlinni og brot á nærenda upparmsleggjarins. Þá varð maðurinn fyrir taugaskaða, en reynt var að losa um taugaklemmur á ölnartaug um olnbogann í aðgerð um 10 mánuðum eftir slys án árangurs. Taugaskaðinn olli manninum langvinnum verkjum sem þó hafi farið batnandi með tímanum. Varanleg læknisfræðileg örorka mannsins í kjölfar slyssins var metin vera 35%.

Maðurinn byggði málatilbúnað sinn gegn ríkinu á því að hann hafi verið starfsmaður heilbrigðisstofnunarinnar er slysið átti sér stað og að umrædd stofnun sé tryggð hjá Sjóvá. Sagði maðurinn að stiginn, sem ríkið ætti og hefði séð honum fyrir, hafi verið ótryggur og farið að brotna, auk þess sem gólfið hafi verið málað og hált. Sé það andstætt lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og öðrum reglum um vinnustaðaöryggi

Stiginn eina sönnunargagnið

Fyrir dómi kom þá jafnframt fram að yfirmenn mannsins hjá heilbrigðisstofnuninni hefðu ekki tilkynnt slysið til Vinnueftirlitsins, og bæri því að snúa sönnunarbyrði í málinu við líkt og lög þar um gera ráð fyrir. Þá rannsakaði lögregla ekki málið fyrr en árið eftir, og þá að kröfu hins slasaða.

Fyrir dómi var helst tekist á um ástand stigans er slysið átti sér stað. Engin vitni urðu að falli mannsins, að því er fram kemur í niðurstöðukafla dómsins. Stiginn er, að því er segir í dómnum, 288 cm langur og reyndist brotinn á einum stað. Deilt var um hvort stiginn hafi brotnað undan þunga rafvirkjans, eða hvort hann hafi brotnað í fallinu. Sökum vitnaskorts og þess að málið var ekki rannsakað af neinni alvöru fyrr en löngu eftir slysið, reyndist erfitt að fá úr því skorið.

Í máli ríkisins fyrir dómi kom fram að ekkert þrep í stiganum hafi verið brotið og að ríkið hafi ekki haft neitt boðvald yfri einstaklingnum, enda hafi hann verið þar sem verktaki.

Rafvirkinn átti að tryggja fallvarnir

Í því ljósi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að maðurinn yrði að bera hallann af sönnunarskorti og að reglur um vörpun sönnunarbyrðar ættu ekki við, enda hefði slík rannsókn „engu getað varpað frekari ljósi á atvik.“

Þá er það jafnframt regla að þegar farið er um svæði þar sem lítil eða engin umferð er um alla jafna, til að mynda þegar iðnaðarmenn þurfa að komast á fáfarin svæði sem húsþök eða háaloft húsa, þá er það á ábyrgð þeirra að tryggja viðunandi fallvarnir. Segir þá jafnframt í dómnum að stiginn hafi ekki verið búinn neinni skriðvörn að neðan, né festingu að ofan.

„Að mati dómsins verður slys stefnanda ekki rakið til annars en óhappatilviljunar sem rekja má til aðgæsluleysis hans sjálfs,“ segir dómurinn svo í niðurstöðum sínum. Var því ríkið auk tryggingafélags þess sýknað af kröfum málsins sem stendur uppi slyppur og snauður eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“