fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Brynjar fékk bólusetningu en ekkert lófaklapp – „Leið eins og ég væri kominn í reunion án áfengis“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 15:26

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið mikið í umræðunni um sóttvarnaraðgerðir og fleira í kórónuveirufaraldrinum. Brynjar fékk boð í bólusetningu en hann fór þangað í dag og fékk sprautuna.

„Í dag var ég leiddur eins og rolla í rétt í bólusetningu. Allt til fyrirmyndar í því. Ég varð ekki var við áberandi lófaklapp eða fögnuð þegar ég gekk í salinn, sem kom svo sem ekkert á óvart,“ segir Brynjar í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Brynjar segist hafa hitt nánast allan árganginn sem var með honum í barnaskóla og menntaskóla. „Leið eins og ég væri kominn í reunion án áfengis. Skólafélagarnir gömlu lofuðu allir að kjósa mig næst, líka vinstri róttæklingarnir úr MH,“ segir Brynjar.

Hann spurði svo konuna sem sprautaði hann um hugsanlegar afleiðingar og aukaverkanir þegar hann fékk sprautuna. „Hún sagði ekki óalgengt að menn væru með óráði fyrsta sólarhringinn eftir sprautu en bætti við að það yrði kannski ekki mikil breyting fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið