fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Lýsir eftir manni sem sparkaði í hundinn hennar og kallaði manninn hennar aumingja

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. apríl 2021 18:00

mynd/skjáskot ja.is/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er leiðinlegt að segja frá því að eldri maður á göngu með hund í bandi í Skeiðarvoginum sparkaði í hundinn minn rétt í þessu.“ Svo hefst færsla María Forescue á Facebook síðu íbúa Langholtshverfis sem hún setti þangað inn nú síðdegis.

María staðfesti þetta í samtali við blaðamann og veitti hún DV jafnframt leyfi til að birta frásögn sína.

María segir manninn hafa æst sig við manninn sinn sem hljóp á eftir hundinum þeirra til að taka hann upp. „Hann sagði að það væri stranglega bannað að hafa hunda lausa, maðurinn minn baðst afsökunar og útskýrði að hann væri aldrei laus, þetta hefði bara verið smá óhapp en að það væri óþarfi að sparka í hundinn fyrir því,“ segir hún í færslunni.

Í samtali við blaðamann segir hún að vegna framkvæmda hafi iðnaðarmenn verið á vappi um garðinn og skilið hlið eftir opið sem að öllu jöfnu sé lokað. „Hundurinn geltir, en hann fer ekki í fólk,“ útskýrir María fyrir blaðamanni.

Um hund af tegundinni Mini-Schnauzer er að ræða. Meðalstærð slíkra hunda er um 30 sentimetrar og vega þeir á milli fimm og 9 kíló.

Þá segir María manninn hafa hreytt í þau hjónin. „Maðurinn sagði að við værum óhæf til þess að hafa hund og hann væri að hugsa um að kæra okkur svo hundurinn yrði tekinn af okkur og að lokum kallaði hann manninn minn aumingja.“

María óskar að lokum eftir því að lesendur sem kunna að hafa upplýsingar um nafn mannsins sendi sér skilaboð svo hún geti tilkynnt atvikið til lögreglu. Hún segir að hundurinn sem maðurinn hafi verið með með sé hvítur smáhundur, hugsanlega Maltese.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði