fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Neitaði að yfirgefa hótel í Reykjavík – Í annarlegu ástandi og grunaður um líkamsárás

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 08:57

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við að það var föstudagur í gær var ekki rosalega mikið að gera hjá lögreglunni í nótt. Lítið var til dæmis um útköll vegna ölvunar og láta en það má að öllum líkindum reka það til kórónuveirunnar og samkomutakmarkana.

Það var þó ekki alveg tíðindalaust hjá lögreglunni í nótt. Eitthvað var um þjófnað, tilkynnt var um þjófnað í tveimur verslunum í Reykjavík í gærkvöldi og í einni líkamsræktarstöð.

Einstaklingur var síðan til vandræða á hóteli í 105 Reykjavík en óskað var aðstoðar lögreglu vegna einstaklingsins sem neitaði að yfirgefa hótelið. „Einstaklingurinn í annarlegu ástandi og grunaður um líkamsárás og er hann vistaður í fangaklefa,“ segir í tilkynningu lögreglu vegna málsins.

Í Kópavoginum voru tvær bifreiðar stöðvaðar þar sem ökumennirnir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumannanna var einnig grunaður um vörslu fíkniefna en hinn ökumaðurinn var ekki með ökuréttindi. Þá var ein bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um ölvunarakstur, sá ökumaður var einnig án ökuréttinda.

Í 110 Reykjavík var bifreið stöðvuð en ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um að hafa verið að selja áfengi úr bifreiðinni. Lögreglan lagði hald á töluvert magn af áfengi vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum rannsakar mál þar sem faðir hennar er á meðal kærðra

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum rannsakar mál þar sem faðir hennar er á meðal kærðra